Greinar 2019


Sennilega er verið að bæta í bakkafullan lækinn með því að fjalla um “loftrýmisgæslu” NATÓ við Ísland, en síðustu gæslulotunni fer nú senn að ljúka. Ég hef séð að minnsta kosti tvær fréttir um málið. Eflaust hafa þær verið miklu fleiri. Flugsveitin, sem er frá breska flughernum, telur 120 manns og hefur á að skipa fjórum þotum af gerðinni Eurofighter Typhoon. Í Fréttablaðinu á miðvikudag er haft eftir foringjanuum ...
Lesa meira

Fréttablaðið átti eina skemmtilegustu frétt síðustu daga, ef ekki þá skemmtilegustu. Hún fjallar um ungan bónda, Kristófer Orra Hlynsson, sem nýlega hóf búskap norður í Fljótum í Skagafirði á býli sem áður hafði verið í eyði. Í fréttinni segir frá dugnaði og bjartsýni hins unga manns, nýfundinni ástinni („hún hefur sem betur fer gaman af búskapnuum…”), en líka frá viðtökunum í sveitinni ...
Lesa meira

Ég er hjartanlega sammála Andra Snæ Magnasyni þegar hann spyr í bók sinni Um tímann og vatnið hvort Ísland eigi að vera “mús sem læðist” eða hvort okkur beri “skylda til að styðja þá sem eru undirokaðir.” Svar Andra Snæs er afdráttarlaust eins og við var að búast. Þess vegna segir hann að hlálegt hafi verið að sjá leiðtoga landsins leggja á flótta við komu Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbet hingað til lands vorið 2009. “Mér þótti flótti ráðamanna umhugsunarverður, hver er tilgangur sjálfstæðis Íslands eða lýðræðisþjóða almennt ef þau standa ekki með rétti hins veika andspnis hinum sterka...
Lesa meira

Í útvarpi heyrði ég viðmælanda fréttamanns réttlæta kvöð á nafnbirtingu með því að í henni fælist aðhald gagnvart hinu opinbera. Þetta held ég að geti verið rétt. Til dæmis ef hunsa á hæfa umsækjendur. Þá er eðlilegt að öllum sé kunnugt um að þeir hafi boðið fram starfskrafta sína. Öllum megi þá ljóst vera að gengið hafi verið framhjá þeim. Ef umsækajndi hins vegar óskar nafnleyndar þá á að virða þá ósk. Þá eru líka fallin út aðhadsrökin. Hæfir umsækjendur sækja iðulega ekki um starf ...
Lesa meira

... Eitt er að þessir menn leyfi erlendum fjármálamönnum að fjárfesta í eigin rekstri. En ekki í sjávarauðlindinni okkar. Það er að sjálfsögðu kvótinn sem braskarar þessa heims sækjast eftir. Tökum hann af þeim áður en þeir eyðileggja meira. Sjá nánar ...
Lesa meira

Enn er komin hreyfing á baráttuna gegn spilavítum. Einstaklingar hafa stigið hafa fram, ég nefni Guðlaug J. Karlsson sem hefur í nokkur ár sýnt gríðarlega staðfesu og hugrekki í baráttu sinni að fá niðurstöðu dómstóla um ólögmæti spilavíta hér á landi ... Þarna hefur Guðlaugur tekið við kyndlinum af Ólafi M. Ólafssyni sem um árabil hefur beitt sér í sömu veru af óbilandi krafti.... Þá hefur verið eftirtektarvert að fylgjast með baráttu Ölmu Bjarkar Hafsteinsdóttur, sem hefur komið fram í fjömilum á hugrakkan og kraftmikinn átt ...
Lesa meira

Ávarpsorð á fundi félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum:
Í eftirfarandi ávarpsorðum mínum á þessum hátíðarfundi Heimssýnar í tilefni eitt hundrað og eins árs afmælis fullveldis á Íslandi langar mig til að gera grein fyrir þremur þönkum sem stundum hafa leitað á mig að undanförnu. Sá fyrsti tengist Heimssýn, nafni þessa félagsskapar. Síðan langar mig til að fara fáeinum orðum um það hvers vegna ég styrkist í þeirri vissu að okkar málstaður muni hafa betur þegar fram í sækir. Í þriðja lagi vil ég nefna hve mikilvægt ég tel það vera að við leiðréttum það ranghermi að ...
Lesa meira

Birtist í Fréttablaðinu 25.11.19.
... Nú er spurning hvað ríkisstjórn Íslands hyggst gera, koma í vörn fyrir Julian Assange og Wikileaks opinberlega eða slást í för með þeim sem vilja hefta gagnrýna fjölmiðla.
Það var óneitnalega slæmt að horfa upp á aðstoð stjórnvalda við bandarísku lögregluna í sumar við að þrengja að Julian Assange, og það skýrt sem hvert annað lögreglusamstarf, þegar það í raun var pólitík og það ljót pólitík. Það var líka undarlegt að verða vitni að því að ríkisstjórnin skyldi ...
Lesa meira

Það er gott til þess að vita að til sé fólk sem heldur vöku sinni, fylgist með gangi alþjóðastjórnmála og lætur ekki mata sig á hverju sem er. Slík manneskja er Berta Finnbogadóttir. Wikileaks og Stundin hafa birt upplýsingar um þrýsting af hálfu NATÓ ríkja að OPCW, eftirlitsstofnununin með notkun efnavopna í Haag, setji fram ósannan vitnisburð um rannsóknir á meintri eiturefnaárás Sýrlandsstjórnar á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra sem NATÓ síðan notaði sem átyllu til árása á Sýrland ...
Lesa meira

... Árni Steinar hafði verið umhverfisstjóri Akureyrar í um 20 ár og mótað bæinn. Sem slíkur naut hann mikillar virðingar. En jafnframt óvildar af hálfu þeirra sem féll ekki hve staðfastlega hann gagnrýndi fiskveiðistjórnunarkerfið.
Svo fór að forstjórar Útgerðarfélags Akureyrarog Samherja fengu því framgengt að Árna Steinari var meinað að stíga í ræðustól en í stað hans var fengin Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra. Hún sagði í ræðu sinni að nóg væri komið af gagnrýni í kvótakerfið. ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum