Greinar 2019

Nú rifja það ýmsir upp að á undanförnum árum hefur Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, margoft reynt að benda á hvernig Samherji hefur verið að sölsa undir sig fiskveiðiheimildir víðs vegar um heim – ekki aðeins hér á landi heldur um heimshöfin vítt og breitt - og að ekki hafi aðferðirnar alltaf verið til eftirbreytni, alla vega samkvæmt þeim lögmálum sem kennd eru í sunnudagaskólum. “Margoft reynt…” segi ég og á þá við að þótt Jón Kristjánsson hafi ...
Lesa meira

... Um þetta var ekki spurt í fréttatímanum. Þó eiga að kvikna viðvörunarljós þegar einkaframkvæmd er annars vegar. Ég hélt að við værum komin það langt!
En nú leyfi ég mér að stinga upp á því að ráðherrar verði spurðir um eftirfarandi ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.11.19.
Ég minnist samtals í aðdraganda bankahrunsins þar sem rætt var um ráðningu fjárfestingastjóra í lífeyrissjóði. Margir vildu finna klókan fjármálabraskara, aðila sem þekkti kerfið af eigin raun og innan frá, með öðrum orðum, sérhæfðan “fagmann”. Slíkir aðilar væru að vísu dýrir á fóðrum en á móti kæmi að þeir væru þyngdar sinar virði í gulli. Þeirra fag væri að græða. Einn þessara viðmælenda var ...
Lesa meira
Miðvikudaginn 20. janúar les ég í blaði að til standi að breyta nafni utanríkisráðuneytisins. Nú skal það heita utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið. Ég nefni dagsetninguna því þetta er rétt eftir Namibíufréttirnar og frábært framlag Íslendinga til þróunarsamvinnu þar. Verst eins og Bjarni fjármálaráðherra segir, að landlæg spilling í Namibíu skuli hafa mengað engilhreina aðkomu Íslendinga að málum þar. En nafnbreytingin sýnir alla vega góðan ásetning Bjarna og Þorsteins Más um að koma fátækri þjóð inn í ...
Lesa meira

Á meðan útvarpsmaðurinn góðkunni, Ævar Kjartansson, kemur nærri hljóðnemanum hjá Ríkisútvarpinu er þeirri stofnun ekki alls varnað. Fjarri því.
Ef Ævar væri ekki að komast á aldur hefði hann verið kjörinn nýr útvarpsstjóri og þótt fyrr hefði verið! Ævar hefur komið að gerð ótölulegs fjölda þátta á löngum starfsferli sínum, nú síðustu árin hefur hann stjórnað umræðuþáttum á sunnudagsmorgnum, sem síðan hafa verið endurteknir síðar. Einn slíkur var í dag á dagskrá. Þar hafði Ævar fengið Gísla Sigurðsson, prófessor, til liðs við sig að ræða við Veturliða Óskarsson, prófessor við Uppsalaháskóla, um ...
Lesa meira
gær tók ég, ásamt Kára Stefánssyni, þátt í umræðu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut undir stjórn Bjartmars Alexanderssonar. Rætt var um Samherjamálið, kvótakerfið, uppljóstrara og áform um að hleypa fjárfestum á jötuna í Leifsstöð. Þátturinn er hér ...
Lesa meira

... Ótvírætt er að stjórnendur ISAVIA eru að undirbúa einkavæðingu. Ráðherra ber nú ótvíræð skylda að verja almannahag gegn ásælni gróðafjármagns. Til þess þarf að fá nýja stjórnendur yfir Isavia. Núverandi stjórnarmenn Isavia standa með einkafjármagni gegn alemenningi. Það þarf ekki einu sinni að lesa á milli línanna ...
Lesa meira

Forsvarsmenn Samherja birtust á Dalvík til að ávarpa stafsmenn fyrirtækisins þar. Í dramatískri innkomu lýsti Þorsteinn Már, forstjóri (þar til nýlega), því yfir, nánast kominn á krossinn með látbragði sínu, hve yfirkominn hann væri af þeirri óskammfeilnu árás sem gerð hefði verið á þau sem þarna væru, starfsfólk Samherja. Lýsti hann fullri samstöðu með fólkinu. Björgólfur, starfandi forstjóri, ætlar ekki heldur að bregðast fólkinu sem ...
Lesa meira
Til umhugsunar er sú ábending Freds Magdoffs á opnum fundi í Þjóðmenningar-/Safnahúsinu í Reykjavík á laugardag að kerfi sem hugsar fyrst um gróða og síðan (ef þá nokkuð) um notagildi - þar sem fjárfesting í einkavæddu heilbrigðiskerfi er metin með tilliti til þess hverju hún skilar í vasa fjárfesta, ekki í heilsu sjúklinga, svo dæmi sé tekið – slíkt kerfi sé ófært um að ráða við umhverfisvandann. Einfaldlega vegna þess að það viðfangsefni er neðar á forgangslistanum en að skila fjárfestum arði. Hvati til útþenslu – að skila meiri vexti/gróða á morgun en í dag – er innbyggt I kapítalismann. Nú þurfi, sagði Fred Magdoff, að ...
Lesa meira

Hinn níunda nóvember, þegar menn minntust þess að 30 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins, flutti ég erindi á ráðstefnu sem Institute of Cultural Diplomacy, ICD, efndi til í Berlín. Í erindinu vék ég að frelsinu sem menn fögnuðu fyrir 30 árum – tjáningarfrelsi, frelsi til frjálsrar farar … og spurði hvar við værum nú stödd í því samhengi. Hvað segja menn til dæmis um aðförina að Julian Assange og Wikileaks? ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum