DAGURINN Í DAG - LAUGARDAGURINN 11. JANÚAR – ER DAGURINN

safnahúsið.PNG (1)

Laugardags-hádegisfundurinn sem boðað er til að þessu sinni hefst kl. 12 og er í Safnahúsinu eða Þjóðmenningarhúsinu (eins og margir kalla það) við Hverfisgötu í Reykjavík. Umfjöllunarefnið er Kvótann heim – gerum Ísland heilt á ný.

Kvótakerfið í núverandi mynd hefur brotið íslenskt samfélag og sjáum við merki þess í byggðaröskun, aukinni misskiptingu og siðrofi.

Á fundinum mun Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, halda erindi en að því loknu gefst færi á að koma á framfæri spurningum og stuttum athugsemdum. Fundurinn stendur aðeins í rúman klukkutíma enda ekki hugsaður sem langur umræðufundur heldur sem kveikja að frekari umræðu.

ALLIR VELKOMNIR.

Sjá nánar: http://ogmundur.is/greinar/2020/01/kvotann-heim

Fréttabréf