HERNAÐARUPPBYGGINGIN Í KEFLAVÍK ER FYRIR HANN

trump sem rocky.png

Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að hefja hernaðaruppbyggingu í Keflavík að nýju sem kunnugt er. Það er gert að ósk NATO og helstu forystumanna þar, Donalds Trumps og fleiri vina Alþingis Íslendinga, sem mér er sagt að standi nær einhuga að baki þessum áformum.
Trump lítur á sig sem verndara að hætti hnefaleikakappans Rocky og birtir myndir af sjálfum sér þar sem hann rennur saman við hinn vöðvastælta bardagamann.
Vandinn er sá að Trump vill okkur með inn í hringinn að kljást við alla þá sem hann skilgreinir sem óvini auðvaldsheimsins.
Er ekki kominn tími til að hafa sig á brott úr þessum félagsskap?
Meðfylgjandi mynd má nálgast í slóð sem birt er með grein úr Readers Supported News en áður hafði hún birst í Washington Post og að sjálfsögðu á twittersíðu Trumps.  
https://readersupportednews.org/news-section2/318-66/60627-focus-soleimani-posted-memes-antagonizing-trump-on-social-media  

Fréttabréf