Fara í efni

KVÓTANN HEIM!

Sennilega hefur ekkert mál skekið íslenskt samfélag eins mikið á undanförnum þrjátíu árum og kvótakerfið eftir að framsal á kvóta var heimilað í byrjun tíunda áratugarins. Þetta hefur leitt til byggðaröskunar og aukinnar misskitpingar í þjóðfélaginu.
Nú þarf að gera Ísland heilt á ný. Það gerum við með því að ná kvótanum út úr heimi braskaranna, þannig að lögin um eignarhald þjóðarinnar á nytjastofnum á Íslandsmiðum verði ekki bara orðin tóm. 
Þetta þarf að gerast á nýbyrjuðu ári. Við ríðum á vaðið með opnum fundi næstkomandi laugardag í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík klukkan 12!
Ræðumaður er Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, en hann hefur skrifað meira um þessi mál en flestir og á róttækan hátt.
Nú vill hann kvótann til baka til samfélagsins og sjávarbyggðanna. Það vil ég líka og vonandi við sem flest!

Gunnar Smari II.JPG

 Slóð á viðbruð: www.facebook.com/events/2677846399109220/