Fara í efni

KVÓTINN VAR TIL UMRÆÐU – OG VERÐUR TI UMRÆÐU

Fundurinn um kvótakerfið í Þjóðmenningarhúsinu á laugardag hefur fengið mikinn hljómgrunn. Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, flutti þrumugott erindi um kerfið í framkvæmd, hvernig það hefur brotið samfélagið og um naðusyn þess að fá kvótann aftur heim til samfélagsins svo það megi verða heilt á ný.

Umræðan á fundinum og í kjölfar hans ómar víða og hafa borist óskir um að fá hann út á land. Við höfum tekið vel í það. Þá er þess að geta að þess er skammt að bíða að fundurinn verði aðgengilegur á youtube.

Við vorum svo ólánsöm að myndefni af þessum fjölmenna og kröftuga fundi, sem tökumaður sjónvarps hafði tekið á fundinum rúmaðist ekki í sjónvarpsfréttum þegar til kastanna kom þar sem mikið var um að vera í bresku konungsfjölskyldunni þennan dag og þurfti að sjálfsögðu að sinna því. Morgunblaðið sagði hins vegar vel frá fundinum í dag.
kvótinn á hringbraut.png

Við Gunnar Smári höfðum farið víða í aðdraganda fundarins, mætt hjá þeim Val og Bjartmar á Hringbraut á föstudag (https://www.klippa.tv/watch/VzHLAzNUCnGPH2Q) og á laugardagsmorgun var Gunnar Smári hjá Kristjáni Kristjánssyni á Bylgjunni (https://www.visir.is/k/e1ba27e4-b2fe-40d9-8bf5-571cd1e7be1e-1578830428280) og ég í Silfri Egils (https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/silfrid/29054/8l2if2). Áður höfðum við verið Í Bítinu á Bylgjunni, Harmageddon og Útvarpi Sögu.

kvotinn silfrið.png

En umræðan um kvótann, sem nú hefur verið endurræst á ný, er rétt að byrja eins og ég sagði á Miðjunni í upphafi fundarins: https://www.midjan.is/endurraesum-umraeduna-um-kvotakerfid/