ÁHRIFARÍKUR FUNDUR Í ISTANBÚL

Fehrat.JPG

Síðustu fundirnir sem Imrali sendinenfndin, sem ég tek nú þátt í til Tyrklands til stuðnings mannréttindabaráttu Kúrda, voru áhrfiaríkir. Þar hittum við aftur fulltrúa mannréttindasamtakanna Human Rights Association of Turkey, en aðra fulltrúa þessara samtaka höfðum við hitt fyrr í vikunni í Ankara. Einnig hittum við fulltrúa “laugardagsmæðranna” sem svo nefna sig en þær koma saman hvern laugardag til að krefjast rannsóknar á mannshvörfum.

Mann setti hljóðan við að hlýða á þetta fólk. Uppúr stendur þetta: mannshvörfum sem rakin eru til stjórnvalda fer fjölgandi og er það mat þessara aðila að alddrei hafi ástandi verið eins slæmt að þessu leyti þótt horft sé langt aftur í tímann. Ég geymi þennan fróðleik með mér að sinni.

Þegar fundinum lauk og við ætluðum út birtist óvæntur gestur, Ferhat Encü, þingmaðurinn fangelsaði sem ég hafði “tekið í fóstur.” Það gerði ég þegar hann sat í fangelsi og hét því þá að halda hans nafni á loft sem ég frekast gæti. Hef ég skrifað um hann í erlend blöð og bók með safni geina í ofanálág. Ég hafði heitið því að setja mig vel inn í hans mál og senda honum jafnframt kveðjur og hvatningu í fangelsið svo hann vissi að hann ætti stuðning múranna. Nú var hann mættur til að þakka fyrir sig.

Hér er sýnishorn af þessum skrifum en hvernig sem ég leita finn ég ekki sumar greinarnar á vefsíðu minni: http://ogmundur.is/greinar/2017/02/skammvinn-gledi 
http://ogmundur.is/greinar/2017/02/i-fangelsunum-var-klappad-fyrir-islandi

Frá því er skemmst að segja að nú urðu með okkur fagnaðarfundir enda hann nú laus úr fangelsi. Hve lengi það verður veit hins vegar enginn!

Þetta er Tyrkland í dag.

Fréttabréf