Fara í efni

DAGUR TVÖ Á KÚRDAFUNDI Í BRUSSEL

Myndin að ofan sýnir Simon Dubbins frá bresku verkalýðshreyfingunni sýna forystumenn hreyfingarinnar hefja plaköt á loft með kröfum um að rjúfa einangrun Öcalans.

Í dag var síðari dagurinn á ráðstefnu sem ég sæki í Brussel um málefni sem tengjast Kúrdum, Tyrklandi og Mið-Austurlöndum almennt. Hann hófst á umræðu um áhrif og afleiðingar innrásar Tyrkja í norðurhluta Sýrlands: The Middle East in The Context of Turkey’s Invasion of North-East Syria / Rojava.  

Þessum hluta ráðstefnunnar stýrði sænsk Evrópusambandsþingkona, Evin Incir. Hún hafði nokkur inngangsorð og lagði áherslu á hina þrúgandi þögn heimsins sem ríkti um ástandið í Norður-Sýrlandi/Rojava. Þess vegna væru ráðstefnur á borð við þessa afar mikilvægar.

 Kirmanj Gundi frá Tennessee State University í Bandaríkjunum hélt fyrsta erindi morgunsins og fjallaði um útþenslustefnu Tyrkja. Draumur valdhafa í Tyrklandi væri að endurvekja Ottoman heimsveldið. Stefnt væri í þessa átt í þremur þrepum. Í fyrsta lagi að nota mannúðarhjálp allt frá Afghanistan til Norður-Afríku og jafnvel hernaðarstuðning  til landa í þessum heimshluta til að auka áhrif Tyrkja. Stig tvö væri bisniss í útrás og reyna með því móti að ná efnahagslegum undirtökum. Hann nefndi að eftir innrásina í Írak hefðu Tyrkir náð góðu sambandi við Íraks-Kúrda og hefðu nýtt sér vankunnáttu þeirra til að ná ráðstöfun á olíuauðlindum, keypt á lágu vrerði og síðan selt með gríðarlegum hagnaði. Í þriðja lagi að færa út kvíarnar með því meðal annars að koma upp tyrkneskum herstöðvum utan landamæra Tyrklands, þegar hefðu þeir herstöð í Katar sem hefði skapraunað Sáudi-Arabíu. Önnur tyrknesk herstöð væri í Sómalíu og í Súdan væri verið að koma upp herstöð á eyju úti fyrir meginlandinu. Í súdönskum innanlandsátökum hefðu Tyrkir og haft puttana.  
Frumforsenda til framfara, sagði ræðumaður, væri afnám stjórnarskrárákvæða sem gerðu Tyrkland í reynd að rasísku ríki sem svipti Kúrda og aðra hópa einnig lýðréttindum. Þetta hefði aldrei gengið eftir hjá tyrkneskum valdamönnum nema með stuðningi Vesturveldanna sem sýndu yfirgengilega hræsni.   

Søren Søndergaard, er danskur Evrópusambandsþingmaður Enhedslistans, sem næst tók til máls: The Kurds: The Gordian Knot or The Central Key. Aleksander mikli, sagði hann, hefði hoggið á Gordianhnútinn og þar með hafi vandinn sem hann stóð frammi fyrir við að leggja undir sig heimsveldi verið leystur. Nú væru aðstæður flóknari. Síðan fór hann yfir ískyggilegar upplýsingar um tölu flóttamanna, fallinna og særðra af völdum Tyrkja og ISIS. En heimurinn þegir sagði hann. Nú þurfi alþjóðlegt friðargæslulið. Vitnaði hann í kúrdísk spakmæli um að “aðeins fjöllin” væru “ vinir Kúrda.” Við verðum að sýna þeim fram á að þetta sé rangt. Umheimurinn þurfi að sýna að hann standi með þeim.

Franskur sósíalisti Leila Chaibi kom beint að yfirskrift málstofunnar, en með eigin yfirskrift: Turkish invasion of North-East Syria/Rojava. Frakklandsforseti hefði talað um Kúrda sem bandamenn, sagði hún. Síðan hefði komið í ljós að þetta hefði verið fagurgali einn. Vísaði til hryðjuverkanna í París í nóvember 2015, fyrr um árið hefði verið ráðist á ritstjórnarskrifstofur Charlie tímaritsins. Þetta hefði búið í haginn fyrir árásir á Sýrland. Kom að þögninni sem umlykti hernaðinn í Rojava, 11 þúsund verið drepnir þar. Vék að stöðu kvenna. Heimur sem horfði upp á vaxandi ofstæki og sexisma heima fyrir ætti að líta til þess sem gerst hefði í Rojava. Baráttan í Rojava væri samofin vörn fyrir lýðræði heima fyrir í Evrópu.

 Ferda Çetin, belgískur blaðamaður, fjallaði um ISIS/Daesh:  Post-ISIS: Lines of Conflict with Ethnic and Denominational Impacts. ISIS var stofnað af alþjóðlega þenkjandi öflum sagði hann. ISIS hefði haft ýmis nöfn, DAESH væri eitt þeirra.  Ekki vitað hve margir eru í samtökunum, talið að 30 þúsund hafi verið í Írak 2014. Annars staðar fjölgaði í röðum þeirra. Löndin þar sem Al Quaida/Daesh blómstra  eru handgengin Vesturlöndum og hafa notið bæði beins og óbeins stuðnings enda þótt samtökin hatist út í Vestrið. Ef á að sigrast á þessum öflum verða menn að skilja aðstæður í Mið-Austrlöndum vel. Þess vegna höfðu Kúrdar árangur umfram aðra í stríðinu við Daesh. Þeirra væri skilningurinn.  
Bandaríkjamenn tala nú við Talibana/Al Queda í Afghanistan á sama tíma og þeir hunsa Kúrda í Tyrklandi, Trump segir hina síðarnefndu jafnvel vera hættulegri en Talibana!  

Í umræðum á eftir var spurt um hlutskipti barna í fangabúðum þar sem ISIS liðar væru í haldi og sagt að það yrði að gæta að þeirra hag. Minnt var á fyrri tiðar tyrkneskt ofbeldi, gagnvart Armenunm, á Kýpur og víðar. Þannig að vandinn væri ekki bundinn við núverndi valdhafa, Erdogan. Nei, sagði fyrirlesarinn frá Tenessee, það þarf að horfa niður í grunninn, stjórnarskrána og síðan stuðning svikulla Vesturvelda. “Við erum í NATÓ og það er okkur fótakefli”, sagði franski þingmaðurinn. Síðan skal ekki vanmeta áhrifamátt flóttamannavopns Erdogans, það er þegar hann hótar að senda herskara flóttamanna til Evrópu.    

Næsta málstofa fjallaði um stöðu kvenna í Rojava og hvaða áhrif innrás Tyrkja hefði haft á stöðu þeirra: The Turkish Invasion of Rojava and its Impact on Women and Gender Equality. Hollensk blaðakona stýrði þessum hluta rástefnunnar en hún hljóp í skarðið fyrir spænska þingkonu sem forfallaðist.

Fyrst til að tala á þessari málstofu var kona sem komin var gagngert til Belgíu að flytja kveðjur frá Rojava. Þetta var Sedia Mustafa sem talaði fyrri hönd mæðra sem misst höfðu börn sín í átökum við ISIS. Dóttir hennar sjálfrar hafði verið tekin af lífi af ISIS liðum. Hún sagði að byltingin í Rojava væri kvennabylting. Hún sagði Kúrda aldrei myndu gefast upp og uppskar mikið lófaklapp.

 Majdoleen Hassan, annar varaforseta sýrlenska lýðræðisráðsins í Rojava, Deputy Co-Presidency of The Syrian Democratic Council, Norð-austur Sýrlandi / Rojava, og Khadija Barakat, The Kongra Star Representative, frá Þýskalandi töluðu báðar um hlutskipti kvenna, ofbeldið, morðin, nauðganirnar. Og vestrið léti þetta viðgangast.    

 Engin kaffipása var gefin áður en næsta málstofa hófst á hádegi:  Europe and the Middle East: Self-Interest vs. Democracy. Fundarstjóri nú var Jürgen Klute, fyrrum þingmaður frá Þýskalandi.

 Thomas Schmidinger, stjórnmálafræðnigur við háskólanum í Vín í Austurríki spurði í sinni framsöguræðu hvort eitthvað væri til sem kalla mætti afstöðu Evrópu til Kúrda. Og hann svaraði eigin spurningu: Svo væri ekki, einfaldlega vegna þess að Evrópusambandið væri ekki sambandsríki heldur ríkjasamband. Þannig hefði Ungverjaland – löngum hliðhollt Tyrklandi – getað komið I veg fyrir fordæmingu á tyrkneskum yfirvöldum þar til þau höfðu þegar látið til skarar skríða með innrás í Sýrland og þar með Rojava. Þýskaland væri tengdara Tyrklandi efnahagslega en Frakkar. Þetta endurspeglaðist í ólíkri afstöðu þessara tveggja lykilríkja.  Segir að Þjóðverjar hafi stöðvað vopnasölu í haust við innrásina. Það breytti því ekki að á undaförnum árum heðfi vopnasalan frá Þýskalandi til Tyrklands náð meiri hæðum en nokkurn tima á undanförnum árum! Merkel hefði nú boðið aðstoð Þjóðverja við uppbyggingu á innrásrasvæðum Tyrkja sem þýðir hlutdeild í stríðsglæpum!

Næst talaði Brando Benifei, ítalskur krati á Evrópusambandsþinginu og talaði hann um Evrópuvinkilinn eins og fyrri ræðumaður: European Perspectives on The Complexity of The Middle East. Sagði mikilvægt væri að veita Tyrkjum enga aðstoð á svæðum þar sem ofbeldi hefði verið beitt eða borgarstjórnir settar af.   
Transformation Process from The Kurdish Perspective in The Context of Democracy, Ecology and Gender Equality, var heitið á erindi Dersim Dağdeviren en hún starfar með samtökum Kúrda í Þýskalandi og er af kúrdískum uppruna. Staða Kúrda hafi breyst í augum heimsins á undanförnum árum sagði hún. Framlag til baráttu fyrir lýðræði og kvenréttindum – ekki bara í orði heldur einnig í verki. Rétt fyrir sprengingarnar í París 2015 sagði Erdogan að það mætti alveg eins búast við sprengju I Brussel eins og Ankara. Skömmu síðar varð sprenging í Ankara sem beint var að Kúrdum. “Hætt er við því sð snákurinn sem þú bíður uppí til þín bíti þig á endanum”, sagði hún. Vitnaði í rit Öcalans um mikilvægi kynjajafnréttis og umhverfsiverndar. Þessum áherslum horfði pressan framhjá en einblíndi á að kúrdíski verkamnnaflokkurinn sé (eða hafi verið) skilgreindur sem hryðjuverkaflokkur. En þegar allt kemur þó til alls væru þessi viðhorf að breytast.    

Nú talaði Simon Dubbins, Director of International for UNITE the Union í Bretlandi, og staldraði við stöðu Öcalans: Europe’s Approach Vis-a-Vis the Ocalan Case. Simon sagði afrek að halda jafnvægi  eins og Öcalan gerði eftir áratuga einangrun. Hann greindi frá framtaki bresku verkalýðshreyfingarinnar sem er umtalsvert og er Simon þar potturinn og pannan, það veit ég! Myndin að ofan sýnir forystu bresku verkalæyðshreyfingarinnar hefja plaköt á loft með kröfum um að rjúfa einangrun Öcalans.

 Það eru valkostir hét næsta málstofa: There Are Alternatives!  Stjórnandi var hollenskur blaðamaður,  Wladimir van Wilgenburg.

 Malin Björk, þingkona á Evrópusambandsþinginu fyrir sósíslista talaði fyrir alþjþóðlegri samstöðu, Towards European and International Politics Based on Solidarity. Gagnrýndi NATÓ og vopnasölu til Tyrklands. Þurfum að þrýsta á okkar “eigin ríkisstjórnir”. Evrópusambandið eigi í miklum vanda varðandi lýðræðið. Við þyrftum að “lýðræðisvæða” okkar «eigið rými» heima fyrir og hjá Evrópusambandinu.

Nazan Üstündağ, félagsfræðingur starfandi í Þýskalandi, útlagi frá sinni heimaslóð, talaði um lýðræði á stríðstímum: Democracy in War Time: How a Society Reorganises Itself and Offers Perspectives Beyond the Middle East. Gagnrýndi Evrópusambandið og sagði að þar á bæ þyrftu menn að endurskoða öll gildi sín og tók óbeint undir með stjórnanda málstofunnar sem sagt hafði að í Evrópu vægju efnahagslegir hagsmunir þyngra en siðferði. Kallaði eftir nýju félagslegu verðmætamati í stað peningafrjálshyggunnar. Þetta myndi gagnast ekki aðeins Kúrdum heldur gervallri Evrópu. 

Aviva Stein, frá The New World Summit, í Hollandi talaði um kvenfrelsisbaráttu og skoðaði baráttu hreyfingar Kúrda í alþjóðlegu ljósi: The Rise of Kurdish Women and Their Battle Against Feminicide.
Kvennabaráttan fæli það ekki í sér að konur ryddu körlum út af hinu pólitíska sviði heldur yrði rúm fyrir bæði kynin og muni þá virkjast mikill sköpunarkraftur sem og hafi orðið raunin þar sem þetta hafi verið reynt. Fyrsta skrefið sem þurfi að stíga sé að gera konum kleift að segja skilið við hefðbundin hlutverk sin og ákveða sjálfar hvað þær taki sér fyrir hendur.

Amed Dicle, belgískur blaðamaður fjallaði um mikilvægi þess að endurhugsa lýðræðið: Rethinking Democracy: Kurdish Perspectives For 2023. Fór aftur í tímann, allar götur frá Lausanne samningunum sem gerðir voru fyrir rétt tæpri öld. Lausanne samningarnir settu ný landamæru þar sem tilvera Kúrda var ekki viðurkennd. Ofbeldið sem fylgir innrás Tyrkja í norðurhluta Sýrlands væri endurtekning á því sem þegar hefði átt sér stað innan Tyrklands. Kúrdar hafi nú sameinast um nýja línu sem ekki væri beint gegn ríkjahugmyndinni en byggði á lýðræði og umhverfisvernd. En þótt þessum hugmyndum væri ekki beint gegn “ríkinu” þá væri andstaða við alræði þess. Endurgera þurfi Lausanne lausnina með hina sögulegu, félagslegu og siðferðilegu vídd í huga.  

 

Juan Carlos Guerra Moldonado, sagnfræðingur frá Ekvador sagði að nú þyrfti að mæta alþjóðlegum ógnunum með staðbundnum lausnum:  Local Solutions to Global Challenges - Living International Solidarity. Sagði frá félagslegum hræringum heima fyrir og vísaði til Zapatishreyfingarinnar í Mexikó sem samsvaraði að mörgu leyti baráttu Kúrda. Sagði að alls staðar ætti það við að hefja ætti baráttuna og umbæturnar í nærumhverfnu.   

Nú hófust umæður. Kvenfrelsstefnan hefði víða mætt andstöðu utan Kúrdasamfélagsins í Rojava þar sem fjölkvæni væri til dæmis tíðkað. NATÓ var harðelga gagnrýnt svo og hræsnin sem birtist þegar vopnasalarnir þættust vera friðflytjendur.    

Nú mættu í panelinn til að kynna ályktunardrög þau sem mig grunar að hafi haft veg og vanda af smíði þeirra, Dersim Dağdeviren, Þýskalandi, Michael Gunter, BNA, Joost Jongerden, Hollandi, Estella Schmid, UK og Kariane Westerheim, Noregi.

Hér má finna ályktun fundarins: https://anfenglishmobile.com/news/final-resolution-of-the-16th-eutcc-conference-in-ep-41439