HRANT DINK

Hrant.JPG

Í sumar var ég á ferð í Grikklandi. Hitti þar merkilega konu frá Armeníu. Ég sagði henni frá áhuga mínum á málefnum Kúrda. Hún sagðist hafa á þessu skilning, með þá væri illa farið. “En þekkr þú til þjóðarmorðsins á Armenum sem Tyrkir hófu árið 1915”, spurði hún. Og hún hélt áfram, “Kúrdar voru þar ekki alsaklausir, þvert á móti, voru þeir þar gerendur ásamt Tyrkjum.”

Eitthvað þóttist ég hafa heyrt af þessu en ekki mikið. Svo ég hef verið óþreytandi að leita mér upplýsinga og hef spurt vini mína úr röðum Kúrda hvað sé hið sanna. Þeir staðfesta þetta og segja þetta vera viðurkennt af þeirra hálfu.

En. Svo kemur ennið.

“Veist þú að um er að ræða agnarsmátt brot af okkar þjóð? Kannski sama agnarsmáa brotið og brýtur nú á okkur. Tyrknesk yfirvöld leggja nefninlega mikið upp úr því að kalla Kúrda til böðulsverka gegn eigin fólki, þeir eru víða “öryggisverðirnir” í kúguðum Kúrdabyggðum. En þetta eru undantekningarnar sem sanna þá almennu reglu að við byggjum á allt öðrum hefðum, viljum vernda þjóðarbrotin og mannréttindi þeirra.” Þetta heyrði ég aftur og aftur þegar ég spurði, engin afneitun nema á því gera Kúrda ábyrga fyrir þeim voðaverkum sem framin voru gagnvart Armenum. Og um þetta sannfærðist ég.

Alhæfingar um þjóðir og hópa yfirleitt eru varasamar og geta verið stórhættuegar.

Í ferð minni til Tyrklands þessa dagana hef ég og sendinefndin sem ég er hluti af til stuðnings mannréttindabaráttu Kúrda, reynt að komast til Diyarbakir eða Amed eins og borgin heitir á kúrdísku. En allt hefur komið fyrir ekki, alltaf er flugi aflýst vegna veðurs, snjóstorms austur þar. Þess vegna héldum við til Istanbúl frá Ankara í gær. Á meðal þess sem við gerðum í dag var að heimsækja safn, fyrrum ritstjórnarskrifstofur armenska blaðsins Agos. Ritstjóri þess var Hrant Dink. Að mínu mati mjög merkilegur maður. Um hann mætti segja langa sögu og kannski geri ég það einhvern tíma en hann minnir um margt á þá leiðtoga minnar samtíðar sem ég met mikils: Mahadma Gandhi, Rosa Luxemburg, Nelson Mandela, Martin Luther King, Desmond Tutu, Abdullah Öcalan og mörg önnur semeflaust eiga eftir að koma upp í hugann.  

Hrant Dink var myrtur fyrir utan ritstjórnarskrifstor Agos, árið 2007, fimmtíu og tveggja ára að aldri. Þar fyrir utan, þar sem hann féll, er grafið í gangstéttina nafn hans. Við vorum á þessu safni sem honum er helgað í rúma þrjá klukkutíma í dag. Kynntum okkur skrif hans sem lýsa afstöðu hans til lífsins. Svo áhrfiarík var sú lýsing að henni mun ég aldrei gleyma: Umburðarlyndi, mannúð en jafnframt baráttuvilji sem aldrei bugaðist. “Ég hræðist ekki dauðann”, sagði hann, “ef ég fæ að deyja uppistandandi þá er ég sáttur,” sagði hann. Svo var hann skotinn til bana. Hann var telinn ógna hagsmunum ríkisins.
Allt sem hann bað um var frelsi og réttlæti.

Þetta er fólkið sem við eigum að standa með. Ekki ofbeldisöflunum.

Ísland úr NATÓ!
Hrant Dink.JPG

Fréttabréf