Fara í efni

TIL FUNDAR MEÐ KÚRDUM Í TYRKANDI

Þessa viku er ég á ferð í Tyrklandi að afla upplýsinga um mannréttindi einkum um það sem snýr að hlutskipti Kúrda. Markmiðið með förinni er einnig að sýna stuðning við mannréttindabaráttu þeirra og andæfa meðferðinni á þeim. Í þessari för er ég í sendinenfnd sem kennd er við Imrali en það er fangelsiseyjan í Marmarahafinu sem Öcalan, leiðtaga Kúrda í Tyrklandi og norðanverðu Sýrlandi, hefur verið haldið fangelsuðum í rúma tvo áratugi eða allar götur frá árinu 1999. Þetta er þriðja Imralisendinefndin sem ég tek þátt í en áður hafði ég heimsótt Kúrdahérðin í austanverðu Tyrklandi, Kúrdistan (nafn sem tyrknesk yfirvöld segja að bannað sé að nota) í byrjun ársins 2014.

Á þeim tíma, eða 2013-15, var friðarferli með samræðum við fangann á Imrali eyju við samningaborðið - að vísu í fangelsi sinu á Imrali - og horfði þá margt til betri vegar. Síðan var lokað á allt að nýju og einangrun Öcalans alger þar til síðastliðið vor, eftir hungurmótmæli í fangelsum Tyrklands og víðar, að yfirvöldin heimiliðu fjóra fundi Öcalans með lögfræðingum hans. Síðasti funduirnn var í ágúst en eftir þann fund var öllu lokað á ný. Það er ekki góðs viti. Allt sem heyrðist frá Öcalan á þessu stutta tímabili var til stuðnings því að leysa deilur með orðum og góðu fordæmi en ekki vopnum og ófriði.

Í gær áttum við fund með forystufólki úr Lýðræðsifylkingunni, HDP, en það er stjórnmálafokkurinn sem þorri Kúrda fylkir sér um. Hann hefur ítrekað komist yfir tíu prósenta þröskuldinn sem er forsenda þess að fá fulltrúa kjörna á þing. Margir kjörnu fulltrúarnir hafa verið fangelsaðir í lengri eða skemmri tíma og eru um fimm þúsund manns sem tengjst flokknum nú í fangelsi. Sama á við um fólk úr verkalýðshreyfingu, mannréttindabaráttu og síðan lögmenn og dómarar sem þykja hallast um of á sveif með mannréttindum.

Auk fundar með forystufólki úr HDP hittum við fulltrúa mannréttindasmataka, samtaka gagnrýninna lögfræðinga og verkalýðssamtaka. Þar kom m.a. fram að af 294.000 föngum í landinu er talið að um 50.000 séu þar vegna skoðana sinna eða gjörða. Og gjörðin er í mjög mörgum tilvikum sú að hafa skrifað undir áskorun um að hefja friðarferli. Þar með er viðkomandi talinn styðja baráttu hryðjuverkamanna og því sviptur frelsi sínu!

Þetta er þegar farið að bitna á margvíslegri þjónustustarfsemi, þar á meðal heilbrigðisþjónustu því þaðan hefur fólk verið hrakið vegna skoðana sinna ekki síður en úr öðrum geirum samfélagsins. Þessi kúgun hefur síðan lamandi áhrif á allt umhverfið þótt baráttuandinn sé brennadi með mörgum.

Myndin að ofan er frá fréttamannafundi í Ankara í gær eftir fund sendinfndarinnar með forystufólki HDP flokksins.

Lengst til vinstri er Felix John Padel, breskur mannfræðingur sem látið hefur mannréttindi til sín taka, einkum í Indlandi, við hlið hans er Savannah Taj, forseti verkalýðssamtakanna í Wales (TUC), þá er ég og við mína hlið Pervin Buldan annar formanna HDP flokksins (á öllum póstum er karl og kona). Þá er Melanie Ann Gingel, breskur mannréttindalögfræðingur. Við hennar hlið er svo Julie Ward, breskur þingmaður á þingi Evrópusambandsins (þar til Brexit kom til sögunnar) og lengst til hægri Hisyar Özsoy, annar varaforseta HDP en hann er í forsvari þeirrar deildar flokksins sem fer með svið utanríkismála.

Þess má geta til marks um alla þá tragedíu sem umlykur þessa kúgun og mannréttindabaráttu sem henni síðan tengist, að eiginmaður varaformannsins, Pervin Buldans (hér að ofan), Savas Buldan, var drepinn árið 1994, daginn sem hún fæddi barn þeirra og varð hún þá einn af frumkvöðlum og síðan í broddi fylkingar, laugardagsmæðranna, sem svo kölluðu sig, og koma saman á laugardögum til að fylkja sér gegn ofbeldi og í þágu friðar.