Greinar Febrúar 2020

ÁHRIFARÍKUR FUNDUR Í ISTANBÚL

Fehrat.JPG

Síðustu fundirnir sem Imrali sendinenfndin, sem ég tek nú þátt í til Tyrklands til stuðnings mannréttindabaráttu Kúrda, voru áhrifaríkir. Þar hittum við aftur fulltrúa mannréttindasamtakanna Human Rights Association of Turkey, en aðra fulltrúa þessara samtaka höfðum við hitt gyrr í vikunni í Ankara. Einnig hittum við fulltrúa “laugardagsmæðranna” sem svo nefna sig en þær koma saman hvern laugardag til að krefjast rannsóknar á mannshvörfum ...

Lesa meira

Á FRÉTTAMANNAFUNDI Í ISTANBÚL EFTIR FUND MEÐ LÖGMÖNNUM ÖCALANS

Öcalan lögfræðingar.JPG

Síðasti dagur okkar í Isatnabúl - Imrali sendinefndarinnar sem ég hef greint frá hér á síðunni - hefur verið annasamur og enn er honum ekki lokið þegar þetta er skrifað. Í morgun áttum við fund með lögfræðingum hins fangelsaða leiðtoga Kúrda, Abdullah Öcalan, í Asrim lögmannaskrifstofunni í Istnbúl en í kjölfar hans var efnt til fréttamannafundar sem sjónvapað var í beinni útsendingu í sjónvarpsstöðum Kúrda í Tyrklandi (sem á annað borð eru opnar hér í landi) og sunnan landamæranna Sýrlandsmegin og svo einnig í Evrópu ...

Lesa meira

HRANT DINK

Hrant.JPG

Í sumar var ég á ferð í Grikklandi. Hitti þar merkilega konu frá Armeníu. Ég sagði henni frá áhuga mínum á málefnum Kúrda. Hún sagðist hafa á þessu skilning, með þá væri illa farið. “En þekkr þú til þjóðarmorðsins á Armenum sem Tyrkir hófu árið 1915”, spurði hún. Og hún hélt áfram, “Kúrdar voru þar ekki alsaklausir, þvert á móti, voru þeir þar gerendur ásamt Tyrkjum.” Eitthvað þóttist ég hafa heyrt af þessu en ekki mikið. Svo ég hef verið óþreytandi að leita mér upplýsinga og hef ...

Lesa meira

FARIÐ FRÁ SÝRLANDI, LYKILLINN ER Í IMRALI!

SýrlandImrali.JPG
Kúrdar í Tyrklandi eru miður sín yfir innrás Tyrkja í Norður-Sýrland sem er til höfuðs byggðum Kúrda í Rojava. Þetta hef ég fengið að heyra á fundum mínum með talsmönnum Kúrda í Tyrklandsheimókn minni einsog við var að búast. Skilaboðin eru skýr til tyrkneskra stjórnvalda: Hverfið með innrásarliðið á brott, lykillinn að lausn er í Imrali. Það sem Tyrkir nú hafast að og eru að undirbúa er að...

Lesa meira

TIL FUNDAR MEÐ KÚRDUM Í TYRKANDI

Ankara.JPG

Þessa viku er ég á ferð í Tyrklandi að afla upplýsinga um mannréttindi einkum um það sem snýr að hlutskipti Kúrda. Markmiðið með förinni er einnig að sýna stuðning við mannréttindabaráttu þeirra og andæfa meðferðinni á þeim. Í þessari för er ég í sendinenfnd sem kennd er við Imrali en það er fangelsiseyjan í Marmarahafinu sem Öcalan, leiðtaga Kúrda í Tyrklandi og norðanverðu Sýrlandi, hefur verið haldið fangelsuðum í rúma tvo áratugi eða allar götur frá árinu 1999. Þetta er þriðja Imralisendinefndin sem ég tek þátt í en áður ...

Lesa meira

HÚSFYLLIR Í ÞORLÁKSHÖFN!

Þorlákhöfn2.JPG

Þriðji opni fundurinn í fundaröðinni Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim! var haldinn í Þorlákshöfn í dag. Fullt var út úr dyrum og taldi ég á sjötta tug fundargesta. Góður rómur var gerður að framsöguræðu Gunnars Smára Egilssonar, blaðamanns, og voru umræðuranr í kjölfarið mjög góðar og uppbyggilegar. Næst stefnum við á Ólafsvík ...

Lesa meira


DAGUR TVÖ Á KÚRDAFUNDI Í BRUSSEL

Simon dubbins.JPG

Myndin að ofan sýnir Simon Dubbins frá bresku verkalýðshreyfingunni sýna forystumenn hreyfingarinnar hefja plaköt á loft með kröfum um að rjúfa einangrun Öcalans. Í dag var síðari dagurinn á ráðstefnu sem ég sæki í Brussel um málefni sem tengjast Kúrdum, Tyrklandi og Mið-Austurlöndum almennt. Hann hófst á umræðu um áhrif og afleiðingar innrásar Tyrkja í norðurhluta Sýrlands ...

Lesa meira

MÁLEFNI KÚRDA TIL UMRÆÐU Í BRUSSEL

tyrkjafundur.JPG

Í dag og á morgun sæki ég fund í þingi Evrópusambandsins, sem vinstri flokkarnir, sósíalistar, kratar og græningjar standa að um málefni Kúrda undir fyrirsögninni: Evrópusambandið, Tyrkland, Mið-Austurlönd og Kúrdar. Fundurinn er formlega á vegum European Union Turkey Civic Commission, EUTCC. Þetta er nefnd sem sett var á laggirnar upp úr aldamótum til að fjalla um aðildarumsókn Tyrkja að Evrópusambandinu... Þetta er sextánda ráðstefnan á vegum nefndarinnar og er að jafnaði ein ráðstefna á ári. Þetta er þriðja ráðstefnan af þessu tagi sem ég sæki og þótt ég hafi verið hvattur til að koma er ég hér algerlega á eigin vegum í leit að fróðleik ...

Lesa meira

NÆST ER ÞAÐ ÞORLÁKSHÖFN!

v mynd.JPG
Sunnudaginn 9. febrúar verður efnt til fundar í Þorlákshöfn undir yfirskriftinni 
Gerum Ísland heilt á ný – Kvótann heim. Fundarstaður verður á veitingastaðnum Hendur í höfn – Selvogsbraut 4. Fundurinn verður að þessu sinni á sunnudegi og hefst hann klukkan 12 en lýkur eigi síðar en kl. 14. ... Fundurinn í Þorlákshöfn er opinn eins og fyrri fundir og eru allir velkomnir! ... 
Sjá nánar um viðburð.

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar