EINFÖLDUN Í BOÐI SJÓNVARPSINS EÐA EITTHVAÐ ENNÞÁ VERRA?

NATÓTYRKLAND.JPG

Í Sýrlndi hefur geisað stríð um árabil. Í því stríði hafa stórveldi beitt málaliðaherjum, á ensku hefur verið talað um “proxy war” til að ráða niðurlögum Sýrlandsstjórnar.

Að átökunum hafa komið Bandaríkin, Rússland, Saudi Arabía, Íran, Ísrael, að ógelymdu Tyrklandi sem leynt og ljóst hefur stutt Isis/Daesh öfgasveitirnar og auk þess tvívegis á síðustu misserum gert innrás í Sýrland. Rússar og Íranir hafa verið á bandi Sýrlandsstjórnar, hin herveldin á móti.

Bandaríkin hafa verið mikill gerandi í þessum átökum - hönnuðu upphaflega “regime change” áætlunina -  en færðu sig fjær taflborðinu, allavega á yfirborðinu, þegar Tump ákvað að draga bandarískt herlið frá Norður-Sýrlandi, nema náttúrelga varðsveitir um olíuna. Samkvæmt svokölluðu ASTANA-ferli - samkomulagi Sýrlendinga, Írana, Rússa og Tyrkja frá því í október - stundum kennt við Soci, Rússalndsmegin við Svartahafið, skyldu Kúrdar færðir fjær landamærum Tyrklands en jafnframt skyldu þessi stórveldi beita sér gegn hryðjuverkamönnum.

ISIS/DAESH liðar sem flúið hafa til borgarinnar Idlib undan stjórnarher Sýrlands eru þar undir verndarvæng Tyrkja sem auk þess eru farnir að flytja þá til landmærahéraðanna þar sem Tyrkir réðust nú síðast inn. Sami leikur var áður leikinn í Afrin í ársbyrjun 2018, nokkru vestar í norðanverðu Sýrlandi, eftir innrás Tyrkja þar.

Undan þeim flýja nú fyrri íbúar og bætast þannig í hóp hundruða þúsunda sem áður hafa lagt á flótta frá heimilum sínum (innrás Tyrjkahers í Afrin hrakti að minnsta kosti 300.000 frá heimilum sínum.)

Flóttamannastraumurinn frá Norður-Sýrlandi var afgreiddur í sjónvarpsfréttum nú rétt áðan (sunnudag 1. mars) með þeim orðum að flóttamenn í Tyrklandi væru að flýja undan árásum Rússa og sýrlenska stjórnarhesins.

Er hægt að bjóða okkur upp á slíka trakteringu? Þetta er ekki bara einföldun heldur gróf rangtúlkun. En hún er svosum ekki alveg ný af nálinni. Það gerir hana hins vegar ennþá verri!

En hvers vegna ekki tengja ábyrgðina á vandanum alla leið? Og spyrja svoldið út í NATÓ fundinn síðastliðinn föstudag þar sem Íslendingar tóku þátt í að blessa innrásarher Tyrkja, mannréttindabrjótana, sem nú eiga drjúgan þátt í að reka fólk á flótta.  

https://www.nato.int/cps/en/natohq/news_173927.htm
flóttamenn 2.JPG

 FLÓTTAMENN.JPG

Fréttabréf