FRAMSÓKN KYNNIR NÝJA TEGUND AF SAMVINNUHUGSJÓN

Sigurðurboðarsavinnu.JPG

Þegar litlu börnin reyna að fela sig setja þau hendurnar fyrir augun og halda að þar með séu þau ósýnileg.

Þegar almenningur í heiminum var búinn að sjá í gegnum prógröm Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilyrða aðstoð til fátækra ríkja því að þau byggju í haginn fyrir markaðsvæðingu innviða svo alþjóðlegir fjárfestar fengju greiðari aðgang að þeim, þá var skipt um nafn:

“Structural adjustment programs” (áform um kerfisbreytingu) urðu nú “poverty reduction programs” (áfrom til að draga úr fátækt.) Inntakið breyttist hins vegar ekkert!

Þegar einkaframkvæmd , Public Finance Initiative, PFI, var orðin óvinsæl og illa þokkuð í Bretlandi var endurskýrt og skyldi nú heita samstarf hins opinbera og prívataðila, Public Private Partnesship, PPP.

Þegar áform um einkaframkvæmd og vegatolla tóku að mæta andspyrnu hér á landi þá byrjaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, á því að segja að þetta kæmi ekki til greina, sbr. þessa úttekt hér:

https://viljinn.is/featured/tha-og-nu-algjor-u-beygja-sigurdar-inga-gagnvart-vegtollum-a-adeins-einu-ari/?fbclid=IwAR3PPyJLMS3VqwHFdA0AoUmNgmhZtksDFk4YJr0LIb4GOwI4vUrXWqY0uj0

Nú hefur verið skipt um gír, opnað á að einkaaðilar sitji að því að rukka almenning nema hvað nú heitir einkavæðingin “samvinnuverkefni.” Og eins og kunnugt er þá starfar Framsóknarflokkur Sigurðar Inga í anda samvinnuhugsjónarinnar … eða þannig.
https://www.visir.is/g/202021933d/tvofoldun-hvalfjardarganga-og-sundabraut-medal-verkefna-sem-bodud-eru-i-frumvarpi-sigurdar-inga

Um hvað snýst þá þessi nýa samvinnustefna? Hún snýst um það að veita einkafjárfestum aðgang að peningaveskjum landsmanna. Ef Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og VG eru sammála um að ráðast í skattheimtu á vegunum með veggjöldum, þá eiga þessir flokkar eftir sem áður eftir að svara því hvernig þeir réttlæti aðkomu fjárfesta að vösum okkar til þess að sækja þangað arð (því til þess fjáfesta þeir) auk kostnaðar við framkvæmdirnar.

Svo er náttúrlega hitt:  Hvers vegna að lofa einu en framkvæma annað?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur komist upp með að segja þjóðinni ósatt um að hann sé andvigur skattahækkunum.
Framsókn hefur sagst vera á móti vegatollum og einkaframkvæmd.
VG hefur fyrir kosningar sagst vera á móti einkaframkvæmd.

Getur verið að það sé samvinnuhugsjónin í anda hins nýja Framsóknarflokks sem allir geti nú sameinast um: Við erum týnd. Enginn sér okkur.

En svo: Gjugg!

Fréttabréf