HARÐLÍNU-HÆGRIÐ: VERUM ÖLL SÓSÍALISTAR  - Í BILI !

Telegraph.JPG

Um allan heim íklæðast úlfarnir nú sauðargæru: Nú verðum við öll að vera sósíalistar í bili – það verðum við að gera eigi að takast að bjarga kapítalismanum, “Boris must embrace socialism immediately to save the liberal free market”, skrifar Ambrose Evans-Pritchard í hið hægri sinnaða breska stórblað, Telegraph. Í sama blað skrifar annar hægri maður Tom Harris: Við eigum ekki annarra kosta völ en að gerast sósíalistar í stríðinu við kórónaveiruna, “There is no alternative: we are all socialists now in the fight against coronavirus.”

Þetta eru athyglisverðar greinar fyrir margra hluta sakir. ALLT skal nú lagt í sölurnar til að bjarga kapítalismanum, annars gætum við setið uppi með sósíalisma til frambúðar.

Tom Harris skrifar: “There is no alternative: we are all socialists now in the fight against coronavirus.”

 Ambrose Evans-Pritchard skrifar:  So if we want to avert socialism, we must briefly become socialists. We must spend whatever it takes to save  free market liberalism. It is a war to defeat a virus. It is also a war to save our economic way of life. You cannot pick a trade-off. That is a false choice.”
Og ennfremur skrifar Ambrose Evans-Pritchard: “To deny funding on the basis of primitive accounting shibboleths is to repeat the errors of post-Lehman austerity strategy but on a greater scale, and with more calamitous effects. In that episode, public investment was cut to the bone – even though we could borrow at negative real rates – and this pulled down the future economic growth rate. It was based on the false theory of “expansionary fiscal contractions”, debunked by the International Monetary Fund, and the nearest thing to witchcraft in modern economic debate.”

Með öðrum orðum:

1) Við verðum að gerast sósíalistar – í bili – og láta ríkið bjarga kerfinu.
2) Allt er leyfilegt, enginn reikningur er svo hár að hann megi ekki greiða! Nú duga engar galdralækningar í anda niðurskurðarstefnu Aljþóðagjaldeyrissjóðns eftir hrunið 2008 (post-Lehman) þar sem skorið var inn að beini með hörmulegum afleiðingum!

Ég myndi í framhaldi af þessum heljarstökkum varðstöðumanna peningafrjálshyggjunnar vilja koma með varnaðarorð, nefnilega að orðinu “national” verði ekki skotið fyrir framan “sósíalisma”, einfaldlega vegna þess að á ögurstundum þegar hægri menn segja að ALLT sé leyfilegt, tilgangurinn helgi ÖLL meðul til að bjarga kerfi þeirra, eignum og hagsmunum, þá getur verið stutt yfir í fasismann, "national sósíalismann". Af honum hefur Evrópa illa reynslu.  

Fréttabréf