HÉR ER SLÓÐIN Á SJÓNVARPSSTREYMIÐ

kvotannheim.JPG

Margir hafa grennslast fyrir um hvar megi nálgast streymið af útsendingu okkar um Kvótannheim frá því síðastliðinn sunnudag. Þá hafði staðið til að efna til fundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ eins og auglýst hafði verið hér á síðunni en þar sem búist var við fjölmenni var fundurinn afboðaður af kunnum ástæðum en þess í stað streymt efni um sama málefni á netinu. Þetta verður aftur gert næstkomandi sunnudag klukkan 12. 
Í þættinum síðastliðinn sunnudag komu fram auk mín Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður og Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra- og málmtækninmanna. 
Þátturinn er hér: https://kvotannheim.is/

Fréttabréf