LEYFIST AÐ SPYRJA VG?

vg alþingi.PNG (1)

Ríkisútvarpið segir frá fyrr í mánuðinum:

Forsætisráðherra kynnti í morgun tillögu um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, verði sett til að fara með og taka ákvörðun um samningsgerð um afnot af vatnsréttindum og landi innan ríkisjarðarinnar Þingmúla í Fljótsdalshéraði.
Fjármála- og efnahagsráðherra vék sæti í málinu vegna fjölskyldutengsla hans við fyrirsvarsmann Arctic Hydro ehf. sem hefur óskað eftir afnotum af framangreindum réttindum.”

Í framhaldinu leyfi ég mér að spyrja:

a) Er þar með búið að finna óhlutdrægan aðila til að fara með málið fyrir hönd almennings?
b) Hvar er Landsvirkjun? Er það ekki stofnunin sem við komum á laggirnar til að virkja orkulindirnar svo og raforkufyrirtæki sveitarfélaganna; hvar eru þau?
c) Hvar er ríkisstjórnin stödd í þessu máli?
d) Og leyfist að spyrja hvar Vinstrihreyfingin grænt framboð sé stödd?

https://www.ruv.is/frett/bjarni-vikur-saeti-vegna-tengsla-vid-arctic-hydro

Fréttabréf