MANNRÉTTINDASTEFNAN Í VERKI?

ríkisstjórnm.JPG

“Utanríkisráðuneytið veitti á dögunum Creditinfo Group hf. tæplega 23 milljóna króna styrk til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé.”

Sjá nánar: https://www.visir.is/g/2020200309660/vill-hefja-kartofluraekt-en-a-ekki-fyrir-utsaedi

Afsakið, en er það ekki “Creditinfo” og þess vegna líka “Group” sem hundeltir skuldugt fólk og hengir það upp svo forðast megi viðskipti við það?

Er ríkisstjórnin, fyrir hönd íslenskra skattgreiðenda, að veita þeim stuðning til að koma upp því sem kallað er “lánshæfisgreining” í Afríku?

Við vitum að mannréttindastefna Íslands er mjög hnarreist á Filippseyjum og alls staðar þar sem óhætt er að þykjast vera “alvöru”. Innan NATÓ, þar sem ríkisstjórn Íslands gæti verið “alvöru”, þegir hins vegar Ísland.

En er þetta ekki svoldið langt gengið, að veita fjárstuðning fyrir hönd íslenskra skattgreiðenda til að koma upp “lánshæfisgreiningu” í Afríku?

Má spyrja utanríkisráðherrann, má spyrja ríkisstjórnina, má spyrja fjárlaganefnd, má spyrja utanrikisnefnd Alþingis og mætti að gefnu tilefni kannski líka spyrja VG?

Afsakið ónæðið, en hvað finnst ykkur?  

Fréttabréf