SPILAVÍTIN Í LAS VEGAS LOKUÐ, OPIN Í REYKJAVÍK

Lasvegas.JPG

Félagar í Samtökum Áhugafólks um spilafíkn könnuðu stöðuna í spilavítum á Reykjavíkursvæðinu í dag. Þar var víðast hvar blómstrandi bisniss. Litið var við í spilasölum þar sem Háskóli Íslands stundar rányrkju sína, það er í sölum sem ganga undir þeim smekklegu heitum Spennistöðin og Háspenna og einnig í sjoppum og stöðum þar sem Íslandsspil (sem er dulnefni fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Rauða kross Íslands og SÁÁ) fara sínu fram.

Í ljós kom að Háspenna er búin að slökkva á öðrum hverjum kassa, annars staðar hefur ekki annað verið gert en í hæsta lagi að fjárfesta í sprittbrúsum.

Fram hefur komið að Samtök fólks um spilafíkn, Neytendasamtökin og formenn ASÍ og VR hafa skorað á aðstandendur spilakassa að loka þeim hið snarasta vegna ástandsins af völdum kóróna veirunnar. Engin viðbrögð hafa orðið.

Í dag skrifaði formaður Samtaka fólks um spilafíkn ráðherrum dómsmála og menntamála áskorun um að stöðva ósómann. Í bréfinu segir m.a. : "Ekki virðast leyfishafar spilakassa hafa sómakennd til að bregðast við af ábyrgð og því þurfa yfirvöld að taka ábyrgð og loka öllum spilakössum tímabundið til að stemma stigu við smithættu! Ef ekki gengur að fá leyfishafa til að sýna ábyrgð og loka spilakössum strax meðan þetta hættuástand gengur yfir leggja Samtök áhugafólks um spilafíkn til að dómsmálaráðherra afturkalli leyfin tafarlaust!"

Fjölmiðlar hafa enn sem komið er sýnt þessum áskorunum takmarkaðan áhuga – alla vega hefur sá áhugi verið á mjög hógværum nótum – enn sem komið er.

Spilavítum í Bandaríkjunum, þar á meðal í Las Vegas, hefur verið lokað en ekki í Reykjavík.

https://www.ktnv.com/news/mgm-closes-las-vegas-properties-to-reduce-covid-19-spread-company-says
Las vegas2.JPG

Fréttabréf