Fara í efni

ÞÁ KVAÐ KRISRTJÁN UM ÞORRABLÓT ÞINGHÓLS

Fyrir nokkru síðan var hringt í mig og mér boðið að halda erindi hjá Rótaríklúbbnum Þinghóli í Kópavogi um kvótamálin sem ég funda nú stíft um undir fyrirsögninni Kvótann heim!
Ég tók þessu vel enda vildi ég nota hvert tækifæri til að ræða þetta mál málanna. Svo kom annað símtal. Nú var mér sagt að dagsetningunni hefði verið hnikað til um einn dag, fundurinn yrði degi síðar en mér áður hafði verið sagt, nefnilega föstudaginn 21. febrúar. Þá væri þorrablót og erindi mitt í samræmi við það.
Ég leiddi ekki hugann að þessu fyrr en að þorrablótinu var komið en þá rann það upp fyrir mér að tala mín hlyti að vera gerbreytt og ekki auðveldari.
Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáld, kom til mín í morgunkaffi daginn fyrir þorrablótið og sagði ég honum af raunum mínum.

Þá kvað Kristján:

Ég þráði að fræða þjóð og land
um það sem kallast kvóti
en endaði sem uppistand
á ekta þorrablóti.


Ég hafði þessa vísu Kristjáns að sjálfsögðu yfir á þorrablóti þeirra Þinghólsmanna og var gerður góður rómur að snilli hins talandi skálds.
Ég fyrir mitt leyti hef ekki þakkað gestgjöfum mínum fyrir skemmtilega kvöldstund og frábæran mat. Það geri ég nú hér með!

En hvað varðar kvótafundinn þá nota ég nú tækifærið að segja þeim Þinghólsmönnum að sunnudaginn 15. mars gefst tækifæri til að sækja slíkan fund í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 12.
Sjáumst þá!  
þorrablót2.JPG
þorrablót3.JPG


þorrablót.JPG