TRAUSTVEKJANDI FORSETI ASÍ VIÐ RAUÐA BORÐIÐ

drifa2.JPG

Besta sjónvarpsdagsrá kvöldsins var Rauða borðið hjá Gunnari Smára Egilssyni. Þar var mætt Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem fór yfir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að efnahagsaðgerðum stjórnvalda. Upphaflega hefði ríkisstjórnin boðað til samráðs og samstarfs með fulltrúum fjármálakerfisins en Drífa kvað verklýðshreyfinguna hafa séð til þess að samráðið við stjórnvöld næði einnig til hennar. 

Því ber að fagna segi ég.

Verður heimurinn samur eftir þessa krísu, var Drífa spurð. Nei, hún taldi svo ekki vera, eða hver heldurðu að komi til með að mæla með einkareknu heilbrigðiskerfi hér eftir?

Hvort bjartsýni Drífu Snædal reynist tálsýn vona ég ekki, en minni á, að fyrir aðeins tveimur dögum talaði ráðherra í ríkisstjórn Íslands fyrir stórfelldri einkavæðingu í vegakerfinu!

Samræðan er hér: https://youtu.be/B86EuU0kMfA

drifa.JPG
Rauða borðið.JPG

Fréttabréf