Greinar Mars 2020

Nú þegar allt er að fara á hliðina dúkkar upp eina ferðina enn hin makalausa Samkeppnisstofnun, sú sama og sektaði Bændasamtökin um árið upp á tugi milljóna fyrir að skapa vettvang á landsfundi fyrir bændur að ræða verðlagningu a búvörum. Þetta væri ólöglegt verðsamráð! Þessa vitleysu ...MS er samvinnufyrirtæki íslenskra kúabænda sem framleiða ofan í okkur og börnin okkar mjólkurafurðir. Með samvinnufyrirkomulaginu hefur reynst unnt að halda verðlagi á mjólk og mjólkurafurðum lágu og áttu ...
Lesa meira

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar leiðara hinn 28. mars sem er mjög þess virði að lesa. Þar segir m.a.,: “Í heiminum öllum er að eiga sér stað stórtækasta ríkisvæðing taps hins frjálsa markaðar í mannkynssögunni. Hún er að eiga sér stað vegna ótrúlega sérstakra aðstæðna, en hún er að eiga sér stað engu að síður. Fjármagnseigendurnir gátu á endanum ekki verið án þess að skattgreiðendur grípi þá þegar allt fer á hliðina. Of litlu hefur verið safnað ...
Lesa meira

... Ekki liðu þó mörg ár þar til tíðarandinn setti algert bann við þessari herhvöt. Hún þótti meira að segja það al-hallærislegasta og forpokaðasta sem hugsast gat. Við ættum bara að kaupa það sem væri ódýrast sama hvaðan það kæmi. Nútímamanninum bæri að hugsa á markaðsvísu eða værum við kannski þjóðernisöfgamenn? Svarið er að við viljum að hér á þessu skeri okkar leyfum við okkur að hugsa sem samfélag. En þá vaknar ný spurning. ...
Lesa meira

Í þættinum Kvótann heim á sunnudag klukkan 12 verður byrjað að kryfja rök stórútgerðarinnar fyrir því að hún eigi sjávarauðlindina þvert á landslög og þjóðarvilja: https://kvotannheim.is/
Lesa meira

... Það verður fróðlegt að heyra hvað þessi talsmaður fikverkafólks hefur að segja um kvótakerfið í þeirri mynd sem við nú þekkjum það, hver sé reynslan fyrir verkafólk og fyrir sjávarbyggðirnar og hver hsnn vilji að verði framtíðin? Aðalsteinn verður gestur minn í þættinum Kvótann heim kl. tólf á sunnudag.
Fleiri koma fram í þættinum og við heyrum rök stórútgerðarinnar þess efnis að á kvótann beri að líta sem eign hennar!
Þátturinn er hér klukkan 12 á hádegi sunnudag! ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.03.20.
Allt er nú opið til endurskoðunar. Skyndilega er fjármálakerfi heimsins opnað upp á gátt. Gallharðir frjálshyggjumenn skrifa í hægri sinnuð málgögn sín að nú verði allir að gerast sósíalistar ef bjarga eigi hagkerfi kapítalismans. “Bara í bili”, flýta þeir sér að bæta við, “annars gætum við setið uppi með sósíalismann.” Ekki þykir þeim það góð tilhugsun. Í hið hægri sinnaða breska stórblað, Telegraph, skrifar ...
Lesa meira

... Steinunn Ólína, Ásgeir Brynjar, Þuriður Harpa form. ÖBÍ, Jóhann Páll og Marínó G. krufðu atburði vikunnar í þættinum í kvöld en Gunnar Smári stýrði umræðunni. Fyrr í vikunni hafði fjöldi fólks komið að þessari umræðu á Samstöðinni, þar á meðal Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það er nauðsynlegt að umræðan í þjóðfélaginu sé sem mest þá daga sem samfélagið er í uppnámi, ekki bara einhver umræða, heldur gagnrýnin uppbyggileg umræða eins og sú sem þarna hefur farið fram ...
Lesa meira

... Og skammt er stórra högga á milli. Út undan mér heyrði ég í fréttum talað um sektir og fangelsanir væri yfirvöldum ekki hlýtt varðandi sóttkví og sitthvað annað tengt kórónaveirunni. Hélt ég að verið væri að flytja okkur fréttir frá Kína eða einhverju ríki þar sem stjórnað er ofan frá. Nei, það var ríkissaksóknarinn á Íslandi sem “hefur gefið fyrirmæli” varðandi “brot á fyrirmælum um sóttvarnarlög”: Geti sektir numið hálfri milljón króna og sex ára fangelsisvist ...
Lesa meira

Þegar fyrirsjáanlegt er að allt er að hrynja ítrekar samgönguráðherrann að hafist verði handa um stórframkvæmdir í samgöngum sem aldrei fyrr.
Hefur hann lýst því að sum stærstu verkefnanna muni byggja á því sem ráðherrann, sem jafnframt er formaður Framsóknarflokksins kallar “samvinnustefnu”, og gefur þar með í skyn að samvinnuhugsjón síns flokks sé með því endurvakin. Svo er að sjálfsögðu ekki. Samvinnuhugsjón þeirra ...
Lesa meira

Birtist í Fréttablaðinu 25.03.20.
... Í viðbrögðum frá formanni Samtaka áhugafólks um spilafíkn, Ölmu Hafsteinsdóttur, sagði m.a.: „Það besta við þetta er að næstu mánaðamót munu allir kassar vera lokaðir sem mun gera gæfumun fyrir ótal spilafíkla og fjölskyldur þeirra.“ ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum