Greinar Mars 2020

Ég leyfi mér að fullyrða að flestir, ef þá ekki allir, sem hafa til þess getu, væru reiðubúnir að gera nánast hvað sem er til að koma samfélaginu til hjálpar við þær erfiðu og alvarlegu aðstæður sem nú eru uppi, taka að sér áður óþekkt verkefni, fara út fyrir samningsbundið starfssvið sitt og axla nýjar og óhefðbundnar byrðar ef nauðsyn væri talin á því. En af fúsum og frjálsum vilja! ekki svona, ekki með lagalegu boðvaldi, ekki rekið til verka með píski! Ætlun dómsmálaráðherra ...
Lesa meira

... Ég hef staðnæmst við athygilsverð skrif í þessu sambandi, annars vegar eru það skrif Hauks Más Helgasonar um”leiðirnar tvær út úr kófinu” og hins vegar viðtal blaðamannsins Erics Lluents við Mathew Fox, prófessor í faraldsfræði við háskóla í Boston í Bandaríkjunum þar sem hann gagnrýnir nálgun íslenskra stjórnvalda. Hér er ...
Lesa meira

Um allan heim íklæðast úlfarnir nú sauðargæru: Nú verðum við öll að vera sósíalistar í bili – það verðum við að gera eigi að takast að bjarga kapítalismanum, “Boris must embrace socialism immediately to save the liberal free market”, skrifar Ambrose Evans-Pritchard í hið hægri sinnaða breska stórblað, Telegraph. Í sama blað skrifar annar hægri maður Tom Harris: Við eigum ekki annarra kosta völ en að gerast sósíalistar í stríðinu við kórónaveiruna ...
Lesa meira

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness talar tæpitungulaust um félagslegar og efnahagslegar afleiðingar kvótakerfisins í núverandi mynd í þættinum Kvótann heim kl. 12 á hádegi sunnudaginn 22. mars.
Þátturinn er hér hér: https://kvotannheim.is/
Á þessari sömu slóð verður síðan hægt að nálgast fyrri þætti í þáttaröðinni Kvótann heim.
Lesa meira

... Svona hefst grein sem Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda skrifar á vefmiðilnn vísi.is í vikunni. Og hann vill breytingar strax : “…Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar.” Þetta rímar ágætlega við áherslur í þættinum Kvótann heim kl. 12 sunnudaginn 22. mars en þátturinn verður síðan aðgengilegur á netinu. Áhugavert verður að heyra Arnar útlista sitt mál hér ...
Lesa meira

Ég styð almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld í viðleitni þeirra til að hefta útbreiðslu Covid-19 veirunnar á Íslandi. Með einum fyrirvara þó. Ég hef leyft mér að lýsa undrun á því að þessir aðilar hafi enn sem komið er hunsað beiðni Samtaka áhugafólks um spilafíkn um að láta loka spilavíutm og aðgengi að spilakössum sem augljóslega gætu borið smit. Á öllum fréttamnnafundunum sem efnt er til kvölds og morgna hefur ríkt þögn um þetta málefni ... Opið bréf var skrifað til dómsmálaráðherra. Engin svör, engin viðbrögð og enginn fjölmiðill sem gengur eftir þeim. Beiðni send almannavörnum og heilbreiðgisyfirvöldum. Engin viðbrögð ...
Lesa meira

Að nýju verður streymt um Kvótann heim klukkan 12 á hádegi, sunnudaginn 22. mars. Þetta er annar þátturinn í þessari þáttaröð. Sá fyrri var sunnudaginn 15. mars. Sú bylgja sem nú rís í landinu og krefst þess að fiskveiðistjórnunarkerfinu verði breytt í grundavallaratriðnum mun ekki hníga fyrir en þessari kröfu hefur verið fullnægt. Á meðal þeirra sem koma fram í þættinum á morgun eru Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Eldri þættir verða ...
https://kvotannheim.is/
Lesa meira
... Fram hefur komið í blaðagreinum forsvarsmanna félagsins að ráðherrum hafi verið skrifað (án þess þó að þeir létu svo lítið að svara), heilbrigðisyfirvöldum og almnannavörnum gert viðvart um smithættu af völdum fjárhættuspila vegna nálægðar spilara hver við annan og síðan snertingar þeirra við kassana. En allt hefur komið fyrir ekki. Rekendur spilavítanna hafa gert það eitt að bjóða spilafíklum spritbrúsa! Nú vil ég hins vegar þakka ...
Lesa meira
Besta sjónvarpsdagsrá kvöldsins var Rauða borðið hjá Gunnari Smára Egilssyni. Þar var mætt Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem fór yfir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að efnahagsaðgerðum stjórnvalda. Upphaflega hefði ríkisstjórnin boðað til samráðs og samstarfs með fulltrúum fjármálakerfisins en Drífa kvað verklýðshreyfinguna hafa séð til þess að samráðið næði ...
Lesa meira

Almenn samstaða virðist vera um að þagga beiðni Samtaka áhugafólks um spilafíkn, um að loka spilakössum og spilasvítum vegna smithættu af völdum kóróna veirunnar. Ríkisstjórn svarar ekki ákallinu, fjölmiðlar horfa framhjá því, sóttvarnalæknir sinnir því ekki, almannavarnir áhugalausar, Háskóli Íslands hundsar ákallið, það gerir líka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
MEÐVIRKNI? EÐA VILJA MENN EKKI SJÁ SIÐLEYSIÐ? https://www.visir.is/g/202023105d/virdingarvert-framtak-i-spilasjuku-samfelagi
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum