Fara í efni

ASÍ KALLAR EFTIR UMRÆÐU UM FRAMTÍÐINA

 

 “Rauði þráðurinn er sá að við þurfum að hafa skoðanir á því hvernig samfélag við byggjum upp eftir kreppuna. Bráðaaðgerðirnar lúta að því að tryggja afkomu fólks og húsnæðisöryggi og setja skilyrði sem fyrirtæki sem fá ríkisstuðning þurfa að uppfylla.“

Þetta sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, á fréttamannafundi í gær. Hún kynnti þar áherslur ASÍ um afkomutryggingu fyrir launafólk og skilyrði sem yrði að setja fyrirtækjum sem fengju ríkisstðuning.

Nánar er frá þessu greint í Fréttablaðinu í dag: https://www.frettabladid.is/frettir/thurfum-ad-taka-orugg-skref-til-thess-ad-tryggja-afkomu-folks/

Lofsvert er að Alþýðusambandið kalli eftir umræðu um framtíðarsýn en veirufárið hefur fært okkur heim sanninn um hve brýnt er að byggja á slíkri sýn þegar kreppa ríður yfir.

Atvinnurekendahliðin og pennigafrjálshyggjan veit hvað hún vill. Verkalýðshreyfing og vinstrið hafa ekki eins sterka sýn til að byggja á. Það hefur sýnt sig. 

Þess vegna er hvatning forseta ASÍ mikilvæg. Undir hana skal tekið.