JÓHANNES STURLAUGSSON, LÍFFRÆÐINGUR, VILL STEFNUMÓTUN Í ANDA VANDAÐRAR VISTFRÆÐI

Jóhannes Sturlaugsson.JPG
Ég vona að hjá Grapevine verði mér fyrirgefið að nota mynd þeirra af Jóhannesi Sturlaugssyni, líffræðingi, í þessum örpistli mínum til að vekja athygli á mjög fróðlegu og, hvað mig varðar, vekjandi viðtali við hann í þættinum Kvótann heim sunnudaginn 24. maí. 

Sjálfbærni í veiðum er ekki nóg sagði Jóhannes, sjónarhornið þarf að vera víðara, horfa þarf til vistkerfisIns alls neðansjávar til langs tíma og einnig þarf að horfa upp á landið; samfélagsáhrifin af nýtingu auðlinda þarf alltaf að hafa í huga. Þetta voru ekki hans orð nákvæmlega í þættinum en boðskapurinn sem ég meðtók var þessi.
Þátturinn er hér:  https://kvotannheim.is/ 

Fréttabréf