Fara í efni

VARNAÐARORÐ, ÓÞÆGINGATILFINNING OG HVATNING

Í samtali við blaðamann Eyjunnar hvatti ég stjórnvöld til að freistast ekki inn á braut einkavæðingar en þar væri sérstök ástæða til að óttast Sjálfstæðisflokkinn.
Og talandi um þann stjórnmálaflokk þá var það sannast sagna óþægileg tilfinning sem fylgdi því að hlusta á fjármálaráðherrann í fréttum í dag óskapast yfir fólki sem heimtaði “meira en aðrir”. Þar var greinilega átt við starfsmenn Eflingar í verkfalli fyrst og fremst, lögreglumenn sem hafa verið samningslausir í langan tíma og hjúkrunarfræðinga sem felldu nýgerðan kjarasamning. Það var ekki annað að heyra en láglunamaðurinn Bjarni Benediktsson væri reiður – og hneykslaður!
Í viðtalinu við Eyjuna hvatti ég til þjóðnýtingar á Icelandair í stað þess að moka þar inn peningum án þess að ríkissjóður fengi nokkuð til baka. Þarna þarf vissulega að fara varlega og les ég af athygli skrif manna hér á síðunni, sem hvetja til varfærni, nefni ég þar grein Sveins Aðalsteinssonar í dálkinum frjálsir pennar.
En hér er slóð á viðtalið á Eyjunni: https://www.dv.is/eyjan/2020/5/5/vill-thjodnyta-icelandair/