Greinar Júní 2020

Olís hefur ákveðið að fjarlægja spilakassa af þjónustustöðvum sínum. Ég tek ofan fyrir OLÍS. Af þessu er manndómsbragur og í þessu felst virðing fyrir fólkinu sem fyllir raðir Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem kallað hefur eftir því að spilakössum og spilasölum verði lokað. Reyndar er það þjóðin öll, eða yfirgnæfandi meirihluti hennar, sem kallar eftir þessu samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Gallup. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn skrifar ...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 23.06.20.
... Ekkert dugir minna að mínu mati en afgerandi lagasetning sem afdáttarlaust bannar eignarhald einstaklinga á stórum landsvæðum. Hér þarf löggjafinn að setja framkvæmdavaldi, hvort sem er til ríkis eða sveita, stólinn fyrir dyrnar.
Ég þekki það af eigin reynslu hvernig ...
Lesa meira

Rætt er um samgögufrumvap ríkisstjórnarinnar á Alþingi, iðulega kallað “samvinnufrumvarpið”. Þar er talað fyrir einkavæðingu í samgöngumálum ... Einhvern tímann hefði VG barist af alefli, jafnvel lagst í málþóf, gegn svona áformum og svona málflutningi. Nú boðar flokkurinn einkavæðingu og mærir hana hástöfum ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20.21.06.20.
Þegar þeir Kristján Thorlacius, Einar Ólafsson, Haraldur Steinþórsson og fleiri úr forystusveit BSRB á árum áður stóðu að uppbyggingu orlofsbyggða samtakanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, kölluðu þeir sér til leiðsagnar bestu landslagsarkitekta sem völ var á. Þetta þótti ekki ...
Lesa meira

Eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna. 715. mál sendi ég til Alþingis og kom ég fyrir fáeinum dögum fyrir þingnefndina sem um málið fjallar ...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 18.06.20.
Á undanförnum árum hafa verið mikil brögð að því að auðmenn, bæði íslenskir en þó ekki síður erlendir, kaupi upp landareignir hér á landi og eru sumir þeirra komnir með umtalsvert eignarhald á sína hendi, sumir gríðarlegt. Þetta hefur farið mjög fyrir brjóstið á mörgum leyfi ég mér að fullyrða, þótt ekki hafi mótmæli verið mjög sýnileg. Nýlega afhenti kona úr Hafnarfirði, Jóna Imsland, forsætisráðherra tíu þúsund undirskriftir þar sem ...
Lesa meira

Þar kom að því að þöggun á kröfum um að spilakössum og spilavítum verði lokað er mætt með því að færa ábyrgðina á nöfn og kennitölur þeirra sem stýra þeim samtökum og stofnunum sem hagnast á rekstri þessara vítisvéla sem sett hafa fjölda heimila í rúst og eyðilegt líf þúsunda einstaklinga. Þetta er gert í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Þetta eru fullkomlega eðlileg og réttmæt viðbrögð Samtaka áhugafólks um spilafíkn eftir alla þá ...
Lesa meira

Hinn 15. mars síðastliðinn stóð til að efna til fundar um fiskveiðistjórnunarkerfið í Reykjanesbæ þegar tilmæli bárust frá sóttvarnaryfirvöldum að ekki skyldi efnt til fjölmennra funda vegna veirufaraldursins illræmda. Þá var brugðist við með því að senda út “sjónvarpsþætti” á netinu ... Nú verður gert hlé á þessum útsendingum fram yfir verslunarmannahelgi en þá munum við láta heyra í okkur enda stendur ekki til að þagna ...
Lesa meira

... Þarna sýnir Olís félagslega ábyrgð sem ber að þakka og lofa. Vonandi verður framhald þarna á. Fyrir bragðið verður ánægjulegra að koma inn á sölustaði Olís! ... Þá þarf að horfa til ríkisstjórnar og Alþingis sem bera ábyrgð á ósómanum með því setja ekki lög sem banni spilavíti eða að lágmarki setji lagaramma sem veiti spilafíklum einhverja lágmarksvörn þegar framangreindar hjálparstofnanir og æðsta menntastofnun þjóðarinnar gera atlögu að þeim. Ríkisstjórn og Alþingi hafa til þessa stólað á að þögn ...
Lesa meira

Sveinbjörn Jónsson, sjómaður til áratuga, er gagnrýninn á kvótakerfið, segir það ekki byggt á neinu sem líkja megi við vísindi. Þvert á móti hafi vanbúin vísindi verið notuð til að afvegaleiða okkur. Sveinbjörn á að baki gríðarlega ... Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, hefur hins vegar ekki talað gegn kvótakerfi í fiskveiðum. En ekki ver hann braskið, þvert á móti gagnrýnir hann það harðelga. Rifjar upp að útgerðarmanni voru gegfnar upp skuldir upp á 20 milljarða í bankahruninu. Skömmu síðar hafi sami aðili ...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum