VILJA RÝMKA FYRIR SMÁBÁTAVEIÐUM – NEFNA DÆMI UM BRASK OG SIÐLEYSI

Sveinbjörn og Ragnar.JPGSveinbjörn og Ragnar.JPG

Sveinbjörn Jónsson, sjómaður til áratuga, er gagnrýninn á kvótakerfið, segir það ekki byggt á neinu sem líkja megi við vísindi. Þvert á móti hafi  vanbúin vísindi verið notuð til að afvegaleiða okkur. Sveinbjörn á að baki gríðarlega reynslu í sjómennsku og félagsmálum henni tengdri. Auk þess hefur hann aflað sér viðamikillar þekkingar á lífríkinu neðansjávar og samspili fiskveiða við vistkerfið þar. Svo syngur hann vel og er orðhagur og skáldmæltur. Af því fáum við nasasjón í þessum þætti.

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, hefur hins vegar ekki talað gegn kvótakerfi í fiskveiðum. En ekki ver hann braskið, þvert á móti gagnrýnir hann það harðelga. Rifjar upp að útgerðarmanni voru gegfnar upp skuldir upp á 20 milljarða í bankahruninu. Skömmu síðar hafi sami aðili gleypt risaútgerð fyrir sömu upphæð! Í þessum þætti í þáttaröðinni kvótann heim talar Ragnar fyrir breyttu veiðimynstri við Íslandsstrendur og aukinni aðkomu sveitarfélaganna að úthlutun veiðiheimilda.

Hér má fá aðgang að þættinum:  https://kvotannheim.is/

 

Fréttabréf