Fara í efni

HJARTNÆMAR ÞAKKIR FYRIR AÐSTOÐ VIÐ KOSNINGASVIKIN

Þá er Alþingi búið að samþykkja lög frá ríkisstjórninni um samkomulag (“samvinnuverkefni”) hennar fyrir hönd okkar vegfarenda við fjárfesta um heimild þeim til handa að rukka okkur svo þeir geti haft “eðlilegan afrakstur” af fjárfestingum sínum.
Félag íslenskra bifreiðaegenda, FÍB, mótmælti enda þarna valin kostnaðarsöm leið og siðlaus vil ég bæta við; siðlaus í margvíslegum skilningi, að þröngva vegfarendum til að borga til vegabraskara og siðlaus í þeim skilningi að þetta er þvert á það sem lofað var fyrir kosningar. Þar hafði einmitt samgönguráðherrann haft hástemmdustu yfirlýsingarnar og heitstrengingarnar. Enda sá hann ásætðu til að þakka þingheimi fyrir samstöðu og aðstoð við kosningasvikin:
https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20200629T212400

Sjá fyrri skrif: https://www.ogmundur.is/is/greinar/althingi-a-hradferd-til-haegri-a-vegunum