FÓR HANN ALDREI?

Franco3.JPG

Í gær kvað Hæstiréttur Spánar upp þann úr skurð að Quim Torra, forseti ríkisstjórnar Katalóníu, væri settur af í hálft annað ár, 18 mánuði.

Sakarefni: Í spænsku þingkosningunum í fyrra, 2019, hafi hann neitað að verða við skipun spænsku stjórnarinnar um að láta fjarlægja borða af stjórnarbyggingunni í Barcelona meðan á kosningabaráttunni stóð, með áletruninni, “Látið pólitíska fanga lausa.”

Þá höfðu níu helstu leiðtogar Katalóníumanna, lýðræðislega kjörið fólk, verið fangelsað - 13 ára fangelsisdómar kveðnir upp - fyrir að vilja greiða götu þjóðartkvæðagreiðslu um framtíð Katalóníu.

Þau sem vilja afsaka stjórnvöldin í Madrid segja málið flókið; stuðningsmenn lýðræðisins – ekki endilega sjálfstæðis Kataloníu – segja málið hins vegar einfalt: Það snúist um mannréttindi.

Eftir þessar síðustu vendingar hljóta einhverjir sem muna tíma fasistaforingjans Frankós, einræðisherra Spánar, að spyrja: Fór hann aldrei?

 

 

Fréttabréf