Fara í efni

SPURNING ÖLMU

Fyrir helgina birtist viðtal við Ölmu Björk Hafsteinsdóttur, formann Samtaka áhugafólks um spilafíkn, á vefmiðlinum Vísi. Þar spyr hún hvers vegna orðið spilakassi hafi verið tekið út úr reglugerð um lokun spilasala.
Eins og menn muna var spilasölum seint og um síðir lokað í aðhaldsaðgerðum stjórnvalda síðastliðið vor.

Þrátt fyrir ákall um að opna þá ekki á ný var það þó gert og viritist engin áhrif hafa á Alþingi og ríkisstjórn að skoðanakönnun leiddi í ljós að yfirgnæfndi meirihluti þjóðarinnar var fylgjandi lokun.

En nú er semsagt lokað aftur, en viti menn búið er að fjarlægja tilvísan til spiakassa úr reglugerðinni þannig að sjoppur með spilakassa geta haldið þeim opnum.

Háskóli Íslands mun hafa lokað spillabúllum sínum tímabundið en Íslandsspil virðast ætla að halda kössum sínum opnum fram í rauðan dauðann. Þetta gera Íslandsspil fyrir hönd Slysavarnafélagsins Landsbjargar, SÁÁ og Rauða kross Íslands.

Í fréttinni á visir.is er haft eftir talsmönnum Rauða krossins að starfsfólk gæti þess “að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa.”

Eiga þetta að heita hjálparsamtök?

Ætlar ríkisstjórn og Alþingi að láta þetta viðgangast öllu lengur?

Fróðlegt er að lesa fréttina á Vísi: https://www.visir.is/g/20202023066d/telur-otaekt-ad-spilakassar-standi-enn-opnir-eftir-hertar-adgerdir