ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL – OG ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL EKKI

EESlöggjöf.JPG

Talsmenn EES segja að íslensk stjórnvöld séu brotleg að því leyti að þau virði ekki skuldbindingar sínar gagnvart EES. Tveir þingmenn segja í Morgunblaðinu í dag að það sé undir okkur komið hvernig við bregðumst við, enda standi íslensk lög ofar Evrópurétti.

Það sem ég skil nú er þetta: Yfirgnæfandi meirihluti alþingismanna sagði okkur í aðdraganda þess að þingið samykkti Orkupakka 3, að sú samþykkt skipti engu máli – Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og orkumálastjóri Evrópusambandsins hefðu átt gott spjall þar sem hefði komið fram skilningur á stöðu Íslands – og auk þess réðum við því sem við vildum ráða, íslensk lög væru yfirsterkari Evrópurétti. Svo væri pakkinn líka sauðmeinlaus en hins vegar frábær fyrir neytendur. Viðbrögð þingmannanna þurfa því ekki að koma á óvart.

Það sem ég skil ekki er þetta: Hvernig stendur á því að við (íslenskir skattgreiðendur) þurftum að greiða milljarða í skaðabætur til kjötinnflytjenda sem sóttu mál á hendur okkur á grunni Evrópuréttar? Innflutningshömlur voru hins vegar í samræmi við íslensk lög. Fyrst þetta var nú svona er ástæða til að spyrja þingmennina hvers vegna þeir veittu kröfuhöfum aðgang að vösum okkar og veskjum? Getur verið að einhver þurfi að fara á námskeið og hvort væri það þá í lögfræði eða siðfræði?

Skil ég það svo ekki rétt að íslensk lög eiga að gilda en að stríði þau gegn Evrópuréttar skuldbindingum okkar gagnvart EES þá beri að breyta íslensku lögunum? Hvort er þá æðra, hin íslenksa lagasetning eða Evrópuréttur?

Fyrir áhugasama mæli ég með þessu til lestrar:

Bréfið frá ESA

Fréttaskýring úr Bændablaðinu:

https://www.bbl.is/frettir/frettaskyring/meiri-hattar-valdaframsal-i-uppsiglingu-i-orkumalum

PRIMACY OF EU LAW

https://eur-lex.europa.eu/summary/glossary/primacy_of_eu_law.html

 

 

Fréttabréf