Greinar Nóvember 2020

Ríkisstjórnin íhugar að færa ríkissáttasemjara aukið vald til að hafa afskipti af verkföllum. Ríkisstjórn sem vill takmarka verkafallsrétt á að gera það sjálf með atbeina Alþingis, ekki útvista því valdi til embættismanna. Afskipti af verkföllum eru pólitísk í eðli sínu, ekki “fagleg”.
Að baki pólitískum aðgerðum á að vera pólitísk ábyrgð.
Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð gagnvart neinum.
Alþingi er hins vegar ...
Lesa meira

Það er góð nýbreytni - nýsköpun - sem Svandis Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur innleitt um að nýta rafræna tækni til að ná út um allt heibrigðis- og menntakerfið og þjóðfélagið allt með umræðu sem mikilvægt að glæða í þjóðfélaginu. Umræðan í dag fjallar um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustunni með áherslu á nýsköpun. Þingið er rafrænt og streymt frá þessari síðu ...
Lesa meira

Sem betur fer birtist okkur oft efni í blöðum sem lyftir andanum, kætir og gleður. Það átti svo sannarlega við um viðtal sem Björk Eiðsdóttir átti við Guðmund Fylkisson, lögreglumann, í Fréttablaðinu um helgina. Guðmundur hefur undanfarin ár haft það verkefni með höndum að finna týnd börn og unglinga og bjarga þeim í örugga höfn eftir því sem kostur er. Með svo miklum árangri og ágætum hefur honum ...
Lesa meira

Gott var að hlýða á málflutning Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þangað var hún komin til að leggja mat á efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Hún var í senn sanngjörn og málefnaleg í málafylgju sinni. Forseti ASÍ fagnaði því í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem gagnast myndi lágtekjufólki en benti jafnframt á að í leiðinni gerði ríkisstjórnin enn betur við hátekjufólkið með hækkun skattleysismarka á fjármagnstekjur. Drífa benti á að á sama tíma og til stendur að ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.11.20.
... Það á nefnilega að gera náttúruvernd að bisniss. Og nú er hafist handa, öllum stærðum er snúið upp í mælanlegar einingar svo þær megi ganga kaupum og sölum. Til verða loftslagskvótar og alls konar kvótar sem má kaupa og selja. Þannig kom það til að Íslendingar urðu kjarnorkuþjóð. Við ...
Lesa meira

Hún lét ekki mikið yfir sér grein Þorsteins Sæmundssonar, alþingismanns, á Vísi á mánudag.
Í mínum huga var þessi hógværa grein eftirtektarverð fyrir margra hluta sakir. Þar koma fram nýjar upplýsingar um hverjir standi að baki fjárfestingarsjóði sem fékk keyptar, í einni spyrðu, árið 2013, 370 íbúðir af þeim 4000 sem Íbúðalánasjóður hefur selt. Upplýsingar um sölu og brask með þessar eignir komu einnig fram í ...
Lesa meira

... Þessi ríkisstjórn byrjaði að selja aðgang að Þingvöllum. Hún lætur óátalið að rukkað sé í Kerið og víðar, stöðunum fer fjölgandi þar sem gjalds er krafist fyrir að horfa á perlur náttúrunnar, listsköpun Móður jarðar, sem enginn maður getur eignað sér. Ríkisstjórnin lætur markaðsvæðingu íslenskrar náttúru festa sig í sessi og færa úrt kvíarnar ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.11.20.
Nú keppast menn við að endurskoða fyrri dóma í hvítflibbamálum frá því í aðdraganda hruns. Ekki svo að skilja að allir sakborningar hafi verið karlmenn með flibba. En þessi mál eiga það sameiginlegt að tengjast bankahruninu og meintri misnotkun á peningavaldi. Hverju málinu á fætur öðru, sem dæmt var í, er nú skotið til Mannréttindadómstólsins í Strassborg sem finnur formgalla á þessum dómsmálum, og það sem meira er ...
Lesa meira

... Ef við búum ekki til réttlátara þjóðfélag og réttlátari heim þá fáum við fleiri stjórnmálamenn, karla og konur, af þessu sauðahúsi. Fyrir eru þau allt of mörg og hefur farið fjölgandi.
Það er ekki bara svo að stjórnmálamenn búi til réttlátan heim. Réttlátur heimur býr til réttláta stjórnmálamenn. Spurningin er hvort kemur á undan hænan eða eggið. Eins og sakir standa er hvorki sýnileg hæna né egg í Bandarikjunum. Við sjáum bara ...
Lesa meira

Ákvörðun framkvæmdastjórnar SÁÁ um að gera tillögu til fulltrúaráðs samtakanna að hætta að hafa fé af spilafíklum vekur aðdáun. Þessi ákvörðun er í samræmi við vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar samkvæmt umfangsmikilli skoðanakönnun Gallup síðastliðið vor. Í kvöld kom síðan fram í viðtali við framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands að sú stofnun ætlaði ekki að fara að vilja þjóðarinnar í þessu efni; tók meira að segja undir það sjónarmið að ...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum