ALÞINGI OG RÍKISSTJÓRN AXLI ÁBYRGÐ

stjórnarráðið.JPG

Ríkisstjórnin íhugar að færa ríkissáttasemjara aukið vald til að hafa afskipti af verkföllum.

Ríkisstjórn sem vill takmarka verkafallsrétt á að gera það sjálf með atbeina Alþingis, ekki útvista því valdi til embættismanna.

Afskipti af verkföllum eru pólitísk í eðli sínu, ekki “fagleg”.

Að baki pólitískum aðgerðum á að vera pólitísk ábyrgð.

Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð gagnvart neinum.

Alþingi er hins vegar hægt að draga til ábyrgðar í kosningum vegna ákvarðana sinna.  

Vísað er til Norðurlandanna um útvistun á pólitískri ábyrgð.

Á Norðurlöndunum hefur tekist að tappa blóðinu meira og minna af verkalýðshreyfingunni með embættismannavæðingu og regluverki.

Norðurlöndin eru því ekki lengur fyrirheitna landið hvað varðar félagslega baráttu og stjórnmálalega ábyrgð.

Nema að vilji standi til að takmarka það frelsi.

Það versta er að okkur er sagt að ríkisstjórnin sé einhuga um að útvista ábyrgð sinni.  

Það besta fyrir ríkisstjórn og Alþingi við slíka útvistun er að þá verður hægt að þvo hendur sínar á þeim bæjum af öllu því sem umdeilt er og erfitt - enda þá allt öðrum að kenna!   

Fréttabréf