Fara í efni

NÝSKÖPUN UM NÝSKÖPUN

Það er góð nýbreytni - nýsköpun - sem Svandis Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur innleitt um að nýta rafræna tækni til að ná út um allt heibrigðis- og menntakerfið og þjóðfélagið allt með umræðu sem mikilvægt að glæða í þjóðfélaginu.

Umræðan í dag fjallar um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustunni með áherslu á nýsköpun.
Þingið er rafrænt og streymt frá þessari síðu www.heilbrigdisthing.is.

Á síðasta ári var sambærileg ráðstefna um „Siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni." Það heilbrigðisþing var liður í vinnu við gerð þingsályktunartillögu um þessi mál sem ráðherra lagði síðan fyrir Alþingi í mars árið 2020.

Þessi umræða er þörf og ásætða til að vekja á henni athygli og þakka framtakið.