RUKKAÐ FYRIR AÐ SKOÐA ÍSLAND

rukka ferðmenn.JPG

Í kvöldfréttum Sjónvarps var sagt að nú væru menn í þann veginn að hefja kvótasetningu á ferðamönnum í Vatnajökulsþjóðgarði. Allt til að bæta þjónutu, öryggi og upplifun okkar ferðamannanna. Ég held ég hafi náð þessu rétt.
Ferðafyrirtækin borga 50 þúsund krónur fyirir hvern samning. Ákveðið var að rukka ekki hvern einstakling að þessu sinni “útaf Kovid veirunni”.

Var þetta rætt í ríkisstjórn eða þingflokkum? Finnst þingmönnum þetta ekki vera neitt mál? Eða bara fínt? Eins og markaðsvæðing andrúmsloftsins?

Þessi ríkisstjórn byrjaði að selja aðgang að Þingvöllum. Hún lætur óátalið að rukkað sé í Kerið og víðar, stöðunum fer fjölgandi þar sem gjalds er krafist fyrir að horfa á perlur náttúrunnar, listsköpun Móður jarðar, sem enginn maður getur eignað sér.

 Ríkisstjórnin lætur markaðsvæðingu íslenskrar náttúru festa sig í sessi og færa úrt kvíarnar.

Ósköp er þetta dapurlegt.

Við eigum að mótmæla þessu.

Ég geri það hér með.

Fréttabréf