VEL MÆLT FYRIR HÖND ASÍ

drifa2.JPG (1)

Gott var að hlýða á málflutning Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þangað var hún komin til að leggja mat á efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Hún var í senn sanngjörn og málefnaleg í málafylgju sinni.

Forseti ASÍ fagnaði því í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem gagnast myndi lágtekjufólki en benti jafnframt á að í leiðinni gerði ríkisstjórnin enn betur við hátekjufólkið með hækkun skattleysismarka á fjármagnstekjur.

Drífa benti á að á sama tíma og til stendur að veita bönkum og stórefnafólki skattaívilnanir skulu þumalskrúfurnar hertar á Landspítalanum – af öllum stofnunum!  

Þá vék hún að lækkun bankaskatta og þar með afsali ríkisins á milljarðatekjum.

Ég veit ekki betur en að enn sé það á stefnuskránni að selja hlut ríkisins í þessum bönkum. Lækkun bankaskatts væri því gjöf til nýrra eigenda.

Kastljósið:
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kastljos/27725/8l04fa

Fréttabréf