Greinar Nóvember 2020

Ríkisstjórnin íhugar að færa ríkissáttasemjara aukið vald til að hafa afskipti af verkföllum. Ríkisstjórn sem vill takmarka verkafallsrétt á að gera það sjálf með atbeina Alþingis, ekki útvista því valdi til embættismanna. Afskipti af verkföllum eru pólitísk í eðli sínu, ekki “fagleg”.
Að baki pólitískum aðgerðum á að vera pólitísk ábyrgð.
Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð gagnvart neinum.
Alþingi er hins vegar ...
Lesa meira

Það er góð nýbreytni - nýsköpun - sem Svandis Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur innleitt um að nýta rafræna tækni til að ná út um allt heibrigðis- og menntakerfið og þjóðfélagið allt með umræðu sem mikilvægt að glæða í þjóðfélaginu. Umræðan í dag fjallar um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustunni með áherslu á nýsköpun. Þingið er rafrænt og streymt frá þessari síðu ...
Lesa meira

Sem betur fer birtist okkur oft efni í blöðum sem lyftir andanum, kætir og gleður. Það átti svo sannarlega við um viðtal sem Björk Eiðsdóttir átti við Guðmund Fylkisson, lögreglumann, í Fréttablaðinu um helgina. Guðmundur hefur undanfarin ár haft það verkefni með höndum að finna týnd börn og unglinga og bjarga þeim í örugga höfn eftir því sem kostur er. Með svo miklum árangri og ágætum hefur honum ...
Lesa meira

Gott var að hlýða á málflutning Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þangað var hún komin til að leggja mat á efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Hún var í senn sanngjörn og málefnaleg í málafylgju sinni. Forseti ASÍ fagnaði því í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem gagnast myndi lágtekjufólki en benti jafnframt á að í leiðinni gerði ríkisstjórnin enn betur við hátekjufólkið með hækkun skattleysismarka á fjármagnstekjur. Drífa benti á að á sama tíma og til stendur að ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.11.20.
... Það á nefnilega að gera náttúruvernd að bisniss. Og nú er hafist handa, öllum stærðum er snúið upp í mælanlegar einingar svo þær megi ganga kaupum og sölum. Til verða loftslagskvótar og alls konar kvótar sem má kaupa og selja. Þannig kom það til að Íslendingar urðu kjarnorkuþjóð. Við ...
Lesa meira

Hún lét ekki mikið yfir sér grein Þorsteins Sæmundssonar, alþingismanns, á Vísi á mánudag.
Í mínum huga var þessi hógværa grein eftirtektarverð fyrir margra hluta sakir. Þar koma fram nýjar upplýsingar um hverjir standi að baki fjárfestingarsjóði sem fékk keyptar, í einni spyrðu, árið 2013, 370 íbúðir af þeim 4000 sem Íbúðalánasjóður hefur selt. Upplýsingar um sölu og brask með þessar eignir komu einnig fram í ...
Lesa meira

... Þessi ríkisstjórn byrjaði að selja aðgang að Þingvöllum. Hún lætur óátalið að rukkað sé í Kerið og víðar, stöðunum fer fjölgandi þar sem gjalds er krafist fyrir að horfa á perlur náttúrunnar, listsköpun Móður jarðar, sem enginn maður getur eignað sér. Ríkisstjórnin lætur markaðsvæðingu íslenskrar náttúru festa sig í sessi og færa úrt kvíarnar ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.11.20.
Nú keppast menn við að endurskoða fyrri dóma í hvítflibbamálum frá því í aðdraganda hruns. Ekki svo að skilja að allir sakborningar hafi verið karlmenn með flibba. En þessi mál eiga það sameiginlegt að tengjast bankahruninu og meintri misnotkun á peningavaldi. Hverju málinu á fætur öðru, sem dæmt var í, er nú skotið til Mannréttindadómstólsins í Strassborg sem finnur formgalla á þessum dómsmálum, og það sem meira er ...
Lesa meira

... Ef við búum ekki til réttlátara þjóðfélag og réttlátari heim þá fáum við fleiri stjórnmálamenn, karla og konur, af þessu sauðahúsi. Fyrir eru þau allt of mörg og hefur farið fjölgandi.
Það er ekki bara svo að stjórnmálamenn búi til réttlátan heim. Réttlátur heimur býr til réttláta stjórnmálamenn. Spurningin er hvort kemur á undan hænan eða eggið. Eins og sakir standa er hvorki sýnileg hæna né egg í Bandarikjunum. Við sjáum bara ...
Lesa meira

Ákvörðun framkvæmdastjórnar SÁÁ um að gera tillögu til fulltrúaráðs samtakanna að hætta að hafa fé af spilafíklum vekur aðdáun. Þessi ákvörðun er í samræmi við vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar samkvæmt umfangsmikilli skoðanakönnun Gallup síðastliðið vor. Í kvöld kom síðan fram í viðtali við framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands að sú stofnun ætlaði ekki að fara að vilja þjóðarinnar í þessu efni; tók meira að segja undir það sjónarmið að ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum