Greinar 2021

Um síðustu mánaðamót skrifaði ég opið bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem ég vakti athygli á þögn heimsbyggðarinnar gagnvart brotum á mannréttindum Kúrda í Tyrklandi. Þessi þögn væri þrúgandi og yrði að rjúfa hana. Því miður tæki þögnin einnig til stofnana Evrópuráðsins sem lítið hefðu beitt sér og því litla sem gert hefði verið væri ekki fylgt eftir. Þetta rakti ég í bréfi mínu sem fylgir hér ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.08.21.
... En öllum getur orðið á. Líka stjórnvöldum. Þegar það nú gerist að ráðist er í aðgerðir sem ósætti er um eins og þessar þá ríður á að yfirvaldið forðist að sýna þann hroka og þá dómhörku sem nú skyndilega hefur gert vart við sig. Sjálfum finnst mér það langt frá því að vera hafið yfir gagnrýni að smala aðkomufólki saman eins og gert var, reka það inn í rútur án nálægðartakmarkana, skapa þannig meiri smithættu en ella hefði orðið og síðast en ekki síst, og reyndar framar öllu öðru, meina þeim sem áttu öruggt athvarf fyrir sóttkví á heimilum sínum, að nýta sér það ...
Lesa meira

Hljómsveitin Hatari var aldrei allra. Og enn er hún ekki allra. Alla vega ekki Ísraelsstjórnar eftir að hljómsveitin tók þátt í Eurovision í Tel Aviv. Sumum fannst hún ætti ekki að taka þátt vegna hernáms Ísraraelsstjórnar á herteknu svæðum Palestínumanna og ofbeldis í þeirra garð. En Hatari fór og mótmælti. Og nú hefir Ríkisútvarpið sýnt mynd af þessari atburðarás allri. Það er þakkarvert. En þakkarverðast af öllu var ...
Lesa meira

... Látum vera að setja aðkomumenn í sóttkví hafi þeir verið upplýstir um slík skilyrði fyrir komu til landsins en varla þá sem geta gengið beint inn í eigin sóttkví á heimili sínu!
Er ekki eitthvert smápláss fyrir það sem kalla mætti heilbrigða skynsemi?
Ég átti alltaf erfitt með að skilja öskurauglýsingarnar sem ferðamálaráðherrann hreifst svo mjög af.
Í fyrsta lagi var óneitanlega undarlegt að setja milljarða í auglýsingstofur – í gjaldeyri í þokkabót– úr galtómum ríkissjóði. Með öðrum orðum þjóðin var látin taka lán fyrir óhljóðunum.
Í öðru lagi ...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 29.03.21.
... Þvert á móti fór sjálfur forseti Mannréttindadómstólsins í Strassborg til Tyrklands til að taka við sérstakri viðurkenningu, og það í sama háskóla og verst hefur orðið úti í hreinsunum og fangelsunum, lét mynda sig með valdhöfunum og til að kóróna allt þá fór hann til Kúrdaborgarinnar Mardin, skammt frá Diyarbakir, og átti þar viðræður við leppana sem settir höfðu verið til valda í stað þeirra lýðræðislega kjörnu fulltrúa sem hraktir höfðu verið úr embætti ...
Lesa meira

Þegar við Krummi, eins og við kölluðum alltaf skólafélaga okkar og vin, Hrafn Gunnlaugsson, gengum heim úr Menntaskólanum vestur í bæ þar sem við áttum heima, þá flaug hann oft hátt. Ímyndaðu þér Ömmi, að ofan úr himnunum þarna úr vestri kæmi risastór málmkúla, ferlíki, sveiflað úr krana skýjum ofar. Ófreskjan kæmi með ógnarhraða og eyðileggingarkrafti, næmi við jörð þegar hún nálgaðist mannvirki Melavallarins, húsakost og bárujárnsgirðinguna, og sópaði þessu öllu burt sem ekkert væri!
Ég varð agndofa og fannst ég ...
Lesa meira

... En ég var ekki einn um að vilja hafa auðkennisþjónustu í umsjá hins opinbera en ekki á vegum einkaaðaila. Þetta var afstaða sveitarfélaganna, alla vegar nefndar með fulltrúum þeirra sem gera átti tillögur um sitthvað sem sneri að rafrænu Íslandi. Fyrir nefndinni fór Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að fá því framgengt sem sem nú stefnir í að gerist ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.03.21.
Ég er ekki bindindismaður. Stundum hef ég meira að segja verið óþægilega langt frá því. Þess vegna er það svolítið sérstakt að bindindishreyfingin, IOGT, skuli hafa farið þess á leit við mig nú nýlega að stýra ráðstefnu um vímuefnavarnir, hver skuli vera íslenska leiðin. Var þá til samanburðar það sem kallað hefur verið portúgalska leiðin ...
Lesa meira

Þessa mynd hér að ofan tók María Sigrún Hilmarsdóttir frá Ægisíðunni í kvöld. Yfir Skerjafjörðinn má sjá bjarmann af gosinu á Reykjanesi bera við næturmyrkvaðan himininn. Þar sem Ægisíðan er steinsnar frá heimili mínu þótti mér þessi mynd skemmtilegust úr myndasyrpu Sjónvarpsins í kvöld en flestar voru myndirnar teknar frá höfuðborgarsvæðinu. María Sigrún náði betri mynd en mér tókst og tek ég nú hennar mynd traustataki og bíð þess að ...
Lesa meira

... Hvers vegna kemur þetta á óvart? Lesendur þessarar heimasíðu, sem hafa fengið að kynnast Haraldi, þyrftu að vísu ekki að undrast afstöðu hans ... En samt kemur á óvart að fólk sem efnast tími að sjá af svo miklu sem einum einasta eyri ótilneytt ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum