Greinar Janúar 2021


Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.01.21.
... Samkoma auðhringa heimsins og handlangara þeirra í Davos í Sviss kallar sig World Economic Forum og þykist sú samkoma nú vera rödd heimsins í umhverfis- og samfélagsmálum. Hrokinn verður skiljanlegur þegar haft er í huga að World Economic Forum hefur gert samkomulag við Sameinuðu þjóðirnar um að leiða heiminn inn á farsælar brautir undir slagorðinu „Strategic partnership“ og sjálft skilgreinir World Economic Forum sig sem ...
Lesa meira

Það tók mig nokkurn tíma að lesa nýjustu áskriftarbók Angústúru útgáfunnar: Uppljómun í eðalplómutrénu.
Kannski varla að undra því lengi vel reikaði ég um skilningsvana í mörg þúsund ára sögu Írans, þar sem ég var kynntur fyrir sendiboðum Zaraþústra, sem uppi var fyrir þrjú þúsund árum rúmum, skógarpúkum og svo fólki menningarandans, lifandi og liðnu, að ógleymdum Khomeny erkiklerki og handlöngurum hans, sem hrintu keisarastjórninni írönsku frá völdum 1979. Þarna var í reynd upphafsreitur sögunnar ...
Lesa meira

... Getur verið að Íslendingar leggi svo mikið upp úr því að sýna fullkomna undirgefni gagnvart NATÓ að þeir þori ekki að mótmæla kjarnorkuvopnum, afdráttarlaust, óháð því hver í hlut á, helsprengjunni, sem vel að merkja hefur aðeins verið beitt af einu ríki, forysturíkinu í NATÓ, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Ef Ísland stæði afdráttarlaust með yfirýstri eigin stefnu legðu íslensk stjórnvöld þegar í stað fyrir Alþingi tillögu um að ...
Lesa meira

... Svavar Gestsson var áhrifamaður hvar sem hann kom, hreif fólk auðveldlega með sér með eldmóði og krafti. Ég hef, eins og aðrir landsmenn, fylgst með því hvar hann hefur lagt leið sína í seinni tíð, um gamla átthaga og ættarslóð og víðar, en alls staðar þar sem hann hefur komið við, hefur það leitt til vaxtar og nýjabrums, þeirrar fullvissu að nú sé hægt að gera á gömlum stað eitthvað nýtt, gott og skemmtilegt ...
Lesa meira

... Ásdís galt þess að sjálfsögðu hve málstaður hennar var slæmur. En Guðrún hafði afgernadi yfirburði í rökræðum þeirra ekki aðeins vegna þess, heldur vegna hins hve röksemdir hennar voru meitlaðar og sannfærandi. En þetta var mitt mat. Svo eru það allir hinir og þá sérstaklega fjárfestar sem vilja græða á sölu Íslandsbanka. Þeir hafa eflaust sjaldan heyrt talað jafn vel fyrir sína hönd og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerði í dag ... Í kvöldfréttum var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, síðan mættur ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.01.21.
... Inntakið í yfirlýsingum valdafólks hins vestræna heims var að ráðist hefði verið að vöggu lýðræðisins; myndlíkingin eflaust valin vegna þess að í vöggu er eitthvað nýfætt og þar er að finna nokkuð sem er viðkvæmt ...
Lesa meira

Rúnar Sveinbjörnsson skrifar athyglisvert bréf til síðunnar þar sem hann vekur athygli á bókhaldssvindli Íslendinga í orkumálum. Eftir að Evrópusambandið markaðsvæddi andrúmsloftið með kaupum og sölu á loftslagskvótum sáu Íslendingar sér leik á borði og dengdu sér í svínaríið af fullum krafti. Þar sem við værum mengunarfrírri í raforkuframleiðslu en aðrar þjóðir (vegna þess að forlögin gáfu okkur land með virkjanlegum ám og jarðvarma – hreinni orku) þá gætum við skipt á ...
Lesa meira

Hvers skyldi áhættan hafa verið þegar einkavæðing bankanna var um garð gengin á fyrsta áratug aldarinnar og fjármálahrunið í kjölfarið? Svarið er einfalt. Hrunið bitnaði á samfélaginu og verst á þeim sem verst stóðu. Nú eru sömu álitsgjafar komnir á kreik og í aðdraganda hrunsins og stjórnmálamenn eru með nákvæmlega sömu formúleringar og áður. Það sem vantar er sú rödd sem á þeim tíma kom frá VG. Fínt sé að selja, nú sé komið svo gott regluverk, allt svo gagnsætt, heyrist einng úr þeirri átt. Hvað nákvæmlega er eiginlega verið að ...
Lesa meira

Í Þrettándanum sem er í dag, lýkur jólum og héðan af verður tilfinningin ríkari með hverjum deginum sem líður að sól fari hækkandi á lofti og daginn að lengja. Birtutíminn hefur að sönnu verið að lengjast frá vetrarsólstöðum, 21. desember, en þann dag var sólin fjærst frá norðurpóli jarðar á árinu, og fyrir vikið var þá stysti dagur ársins. Það fer vel á því að lýsa heimilin og byggðirnar upp í myrkrinu um jólin og sjálfur játa ég ... Frá Washington berast nú fréttir af innrás í Bandaríkjaþing. Ógnvekjandi atburðarás gæti verið hafin sem ekki sér fyrir endann á ...
Lesa meira

... Nú bregður svo við að í dag berast þær fréttir að arabísk útgáfa af bókinni hefur verið gerð upptæk á flugvellinum í Düsseldorf í Þýskalandi. Spurningin er sú hvort þetta séu mistök – það á eftir að koma í ljós. Hinu eru menn vanir að í þýskalandi séu samkomur til stuðnings Kúrdaleiðtoganum bannaðar. Það þekki ég af eigin raun ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum