Fara í efni

KRISTINN HRAFNSSON: MIKILVÆGUR SIGUR!

Dómari komst að þeirri niðurstöðu í Old Baily réttinum í London í morgun að hafna kröfu Bandaríkjastjórnar um að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Hefði framsalskrafan náð fram að ganga hefðu allar líkur verið í því að Assange myndi sitja á bak við lás og slá til æviloka.
Þetta er gríðarlega mikilvæg niðurstaða og varðar málfrelsi og óháða fréttamennsku í heiminum öllum. Rökstuðningur dómarans var reyndar ekki í þá veru heldur var vísað til þess að lífi og heilsu Assange yrði stefnt í hætti með framsali.
Ég hef fylgst með framvindu málsins og hef ég dáðst að staðfestu og dugnaði þeirra sem staðið hafa í innsta hring í vörn fyrir Julian Assange og þar með málfrelsið. Þar hefur verið í forystu Kristinn Hrafnsson, aðalritstjóri Wikileaks. Hann á lof skilið og hamingjuóskir!
Hér er slóð á athyglisvert viðtal við Kristin Hrafnsson í Kastljósi í kvöld: https://www.ruv.is/frett/2021/01/04/tilfinningathrungin-stund-thegar-domarinn-las-urskurdinn