Greinar September 2021

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26.09.21.
... Litasmekkur manna er mismunandi, líka í pólitíkinni. Sjálfur er ég gefinn fyrir sterka liti. Grænn má vera grænn og blár má vera blár mín vegna en rauður á að vera rauður og það alveg í gegn. Ef pólitísku litirnir dofna þá mun líka dofna yfir deginum sem við mörg hver viljum gjarnan halda sem degi til að gera okkur dagamun á ...
Lesa meira

... Ég leyfi mér að fullyrða að áhuginn á persónu og mannorði Gunnars Smára Egilssonar er ekki sagnfræðilegur, hvað þá siðferðilegur. Áhuginn snýr að því sem Gunnar Smári segir í dag, ekki því sem hann kann að hafa sagt í gær. Og þá liggur beint við að spyrja. Hvers vegna ekki ráðast á manninn beint fyrir það sem hann hefur til málanna að leggja núna? Gæti verið að menn vilji forðast þá umræðu? Og hver skyldi sú umræða vera? Ég gef mér að það sé kvótinn ...
Lesa meira

Ekki set ég þessi orð á blað til þess að stðyja eða lasta einstaka stjórnmálaflokka heldur einvörðungu til stuðnings baráttu samtaka sem ég ber mikla virðingu fyrir: Samtökum áhugafólks um spilafíkn. Ég vakti athygli á því í blaðagrein fyrir skömmu að samtökin hefðu óskað eftir svörum framboða til Alþingis hvort þau tækju undir kröfu samtakanna um að spilakössum verði lokað.
Við þessu brást Guðmunudur Ingi Kristinsson ...
Lesa meira

Talsmenn stjórnmálaflokkanna eru nú víða hangandi uppi. Þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson eru þessa dagana á strætóskýlum víða á höfðuborgarsvæðinu, brosandi á bláum plakötum að lofa skattalækkunum. Þannig vill Sjálfstæðisflokkurinn að þeir hangi uppi. Ekki eru þeir félagarnir þó mjög sannfærandi. Að minnsta kosti ekki gagnvart þeim sem ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 11/12.09.21.
... Er þá komið að máli málanna. Hvernig skyldu framboðin til Alþingis ætla að svara spurningu Samtaka áhugafólks um spilafíkn? Styðja þau lokun spilakassa eða gera þau það ekki? Já eða nei. Heyrst hefur að einhverjir flokkanna hyggist ...
Lesa meira

Fyrstu samtöl sem við Styrmir Gunnarsson áttum voru ekki sérlega vinsamleg. Ritstjóra Morgunblaðsins þótti formaður BSRB vera yfirgangssamur og óvæginn í gagnrýni á blað hans og formanni BSRB þótti ritstjórinn draga taum markaðshyggjunnar langt umfram það sem réttlætanlegt væri. Svo leið tíminn. Hvorugur sló af í afstöðu sinni. En síðan fundust samnefnarar sem ekki sundruðu heldur sameinuðu. Það gerðist til dæmis þegar við Styrmir Gunnrsson vorum mættir ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum