Fara í efni

SKYLDULESNING EFTIR JÓN KARL STEFÁNSSON

Jón Karl Stefánsson skrifar fróðlega en jafnframt hrollvekjandi grein um stöðu og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins í Stundina. Greinin ætti að vera mitt á viðræðuborðinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar og ekki ljúka viðræðum fyrr en sammælst hafi verið um að efla heilbrigðiskerfið og segja jafnframt skilið við einkavæðingu þess. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - flokk einkavæðingar - er óafsakanlegt án slíkrar niðurstöðu auk þess sem allir flokkar, einnig VG þurfa að horfa gagnrýnið í eigin barm. 
Það er ástæða til færa Jóni Karli séstakar þakkir fyrir þessa grein og Stundinni fyrir að birta hana. Nú þurfum við öll að taka þennan þráð og spinna hann áfram. Ég ætlaði að taka upp tiltekna punkta úr greininni en komst að þeirri niðurstöðu að sleppa því en hvetja lesendur síðunnar þess í stað að lesa greinina frá upphafi til enda.
Grein Jóns Karls á Stundinni: https://stundin.is/grein/14316/hrun-islenska-heilbrigdiskerfisins-i-tolum/