NATÓ ER EKKI LAUSNIN
Ríkisstjórn Íslands er mjög áfram um að Svíar og Finnar fái sem allra fyrst aðild að hernaðarbandalaginu NATÓ. Um þetta segist ríkisstjórnin vera einhuga. Það eigi að virða sjálfsákvörðunarrétt þessara ríkja, segja ráðherrarnir einum rómi okkur til skýringar, og nú þegar viljinn liggi fyrir ætli Íslendingar að vera með þeim fyrstu að bjóða Svía og Finna “velkomna í NATÓ.“
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/05/17/aetlum_ad_verda_med_theim_fyrstu/
Vissulega er það svo, illu heilli þykir mér, að margir vilja vera í NATÓ og gengur mikill áróður í þá átt að mæra þetta víga-bandalag og gera því jafnvel skóna að styrking þess sé allra meina bót, tryggi réttlátan frið í heiminum. Þannig hafa vindar blásið að undanförnu. Og hvað varðar sjálfsákvörðunarréttinn sem ríkisstjórn Íslands vísar til þá er þjóðarviljinn varla einsleitur í þessum ríkjum og umræða út fyrir þrengstu valdastofnanir takmörkuð. Þjóðirnar hafa ekki verið spurðar og engin merki um að til standi að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Auðvitað þarf að hugsa þessi mál til langs tíma. Og einmitt það gera nú sumir og fjölgar í þeim hópi. Líka á Norðurlöndum. Þessi hópur hvetur til þess að ekki verði hrapað að neinu. Þjóðum beri að hugsa sig tvisvar um áður en þær hjúfri sig að árásargjörnu og ásælnu heimsauðvaldinu.
Vitsmunaleg afvopnun og þannig „visnar lýðræðið“
Jan Oberg sem veitir sænsku friðarstofnuninni Trans National Foundation, TNF, forstöðu segir á meðal annars í eins konar leiðara um þennan ásetning Svía og Finna : „These decisions grow out of decade-long intellectual disarmament that defies the larger picture in time and space, real alternatives and common security - but embraces militarist polarization and confrontation. They are ill-considered, driven through by uniform pro-NATO mainstream media, lack of serious analyses of the long-term consequences and no referendum. That's how democracies decay. Both countries are likely to become less secure in the future and get involved in warfare.“
Jan Oberg telur með öðrum orðum að á endanum muni þetta grafa undan öryggi og aðferðin við inngöngu án þjóðaratkvæðagreiðslu grafi undan lýðræðinu: „Þannig visnar lýðræðið.“
Nánari umfjöllun Jans Oberg er að finna á þessari slóð:
Kúvending VG
Fleiri sjónarmið af þessu tagi heyrast nú viðruð á Norðurlöndum en þau eiga á brattann að sækja í umræðu sem af hálfu ráðandi afla gera alla þá tortryggilega sem leyfa sér að gagnrýna hernaðarhyggju og gegndarlausa fjárfestingu í vígtólum, meiri en dæmi eru um í seinni tíð. Aldrei heyrir maður minnst á að þessi þróun kunni að vera ógn við umhverfið, loftlagsvána sem haldið er að okkur að ógni öllu lífi á jörðinni. Þegar herþoturnar og sprengjurnar eru annars vegar bliknar sú sýn hins vegar og hverfur með öllu úr umræðunni. Og gleymum því ekki að hér erum við ekki aðeins að tala um Úkraínu. Jemen og Afganistan (sem öllum er nú gleymt nema þeim sem þar búa) heldur framtíðarskipan í samskiptum ríkja og þjóða.
Dapurlegt þykir mér að hér á Íslandi skuli það vera Vinstrihreyfingin grænt framboð sem stillir sér upp gegn gagnrýnendum hernaðarhyggju eins og flokkurinn hefur í reynd gert í samfylkingu með öðrum flokkum – flokkum sem aftur koma síður á óvart.
VG segist bundið öryggisstefnu Íslands sem samþykkt hafi verið á Alþingi! En er það í samræmi við hana að gangast í hernaðaruppbyggingu hér á heimaslóð, samþykkja allt sem NATÓ aðhefst og nú síðast annast flutning á hergögnum? Og er það í samræmi við öryggisstefnu Íslands að bjóða ný aðildarríki velkomin í NATÓ?
Öðru vísi mér áður brá.
Hernaðarbandalögum hafnað
Lítum út fyrir Norðurlöndin. Síðastliðinn föstudag komu vinstri sinnaðir stjórnmálamenn saman til fundar í Aþenu undir merkjum Progressive International. Þeirra á meðal voru Jeremy Corbyn, fyrrum formaður breska Verkamannaflokksins, Janis Varoufakis, fyrrum fjármálaráðherra Grikklands og tyrkneski rithöfundurinn Ece Temelkuran.
Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þessum fundi í Aþenu var innrás Rússa í Úkraínu harðlega fordæmd, hvatt til stuðnings við flóttamenn og aðra sem ættu um sárt að binda vegna innrásarinnar jafnframt því sem hafnað var lausnum hernaðarhyggjunnar. Í stað NATÓ yrði að koma á öryggisneti sem væri til þess fallið að draga úr spennu en stuðlaði þvert á móti að frelsi, ynni gegn fátækt og arðráni og verndaði umhverfið: „We believe that lasting peace can be achieved only by replacing all military blocs with an inclusive international security framework that de-escalates tensions, expands freedoms, fights poverty, limits exploitation, pursues social and environmental justice and terminates the domination of one country by another.”
Vígvæðing og vopnaflutningar fordæmdir
Corbyn sagði fréttamönnum að vopnaflutningur til Úkraínu kynnti undir ófriðnum og mannfalli af hans völdum: “The shipment of weapons to Ukraine contributes to the increase in deaths and the escalation of the conflict,”
Að sjálfsögðu styddi hann mannúðaraðstoð til Úkraínumanna og væri betur að slík aðstoð hefði einnig staðið til boða fórnarlömbum stríðs í Afganistan, Jemen, Palestínu og Sýrlandi.
Þá lýsti Jeremy Corbyn tillögum sem fram hafa komið meðal annars af hálfu Joseps Borell, talsmanns Evrópusambandsins í utanríkismálum, um að gera eignarnám í peningaeignum Rússlands erlendis í því skyni að þeir yrðu notaðir til uppbyggingar efnahagslífs Úkraínu sem “þjófnaði “og ekki til þess fallið að stuðla að friði til frambúðar.
Við höfum áður misst af tækifærinu til að finna fyrirkomulag sem stuðlar að friði sagði fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins ennfremur látum það ekki henda okkur aftur. “In the past, we missed the opportunity to end the world’s division by military blocs. We cannot do the same again. Let’s end once and for all the alliances that generate insecurity and instability.”
https://diem25.org/yanis-varoufakis-jeremy-corbyn-and-ece-temelkuran-present-the-athens-declaration/
Vopnaðiðnaðurinn blómstrar í beði NATÓ
Betur væri ef Alþingi og ríkisstjórn á Íslandi væri þessu sammála að ekki sé nú minnst á stjórnvöld í Bandaríkjunum sem enduróma sjónarmið vopnaiðnaðrarins sem hagnast nú sem aldrei fyrr og vill engan frið.
Yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar bera því ótvírætt vitni að markmiðið með hernaðarhlutdeild Bandaríkjanna og annarra NATÓ ríkja í Úkraínu nái langt út fyrir hagsmuni þess lands. Þannig hefur verið talað á Bandaríkjaþingi fyrir tugmilljarða dollara stuðningi við hernaðinn í Úkraínu sem engum dylst að er í vaxandi mæli beinn og milliliðalaus. Fullkomin eining á Capitol Hill og í Wall Street og vekur athygli að forsetinn, varnarmálaráðherrann og utanríkisráðherrann hafa gefið sumar herskáustu yfirlýsingar sínar í heimsóknum í vopnaverksmiðjur í Bandaríkjunum. Þykir þetta táknrænt.
Stríðið nær út fyrir Úkraínu
Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að óásættanlegt sé að Pútín verði lengur við völd í Rússlandi, Austen varnarmálaráðherra sama ríkis segir umbúðalaust að markmiðið hljóti að vera að veikja Rússland til frambúðar. Og forseti Bandaríkjaþings Nancy Pelosi lýsir því yfir að markmiðið sé að berjast þar til fullur sigur vinnst.
Nú er að sjálfsögðu fullkomlega rökrétt að hugsa sem svo: Innrás hefur verið gerð í ríki og árásarríkið á refsingu skilið; innrás í annað ríki má ekki skila neinum ávinningi í þágu árásaraðilans. Að sjálfsögðu er mikið til í þessu sjónarmiði og margir því sammála. En þau hin sömu verða þá jafnframt að horfast í augu við að framangreint er ekki talsmáti og viðhorf þeirra sem setja frið og vopnahlé í forgang bæði nú og til framtíðar. Spurningin er hvort hið síðara sjónarmið sé ekki heppilegri nálgun en aðferð stríðshauka. Sjálfur tel ég svo vera.
Og aftur þarf að horfa til langs tíma. Hætt er nefnilega við því að þær ákvarðanir sem nú eru teknar verði til langrar framtíðar og er þá hollt að minnast varnaðarorða Eisenhowers forseta BNA upp úr seinna stríði að menn skyldu varast að til yrði fyrirkomulag þar sem hernaðarmaskína réði för. Slík orð lét hann falla þegar hann lét af embætti fyrir rúmum sextíu árum: „Our toil, resources, and livelihood are all involved. So is the very structure of our society. In the councils of government, we must guard against the acquisition of unwarranted influence, whether sought or unsought, by the military-industrial complex.“
Það hefði mátt hlusta betur á þessi varnaðarorð gamla hershöfðingjans og síðar forseta lands síns.
Eins og flís við rass
Allt rennir þetta stoðum undir kenningar manna á borð við Richard Anderson Falk sem betur fer láta í sér heyra í Bandaríkjunum í vaxandi mæli þótt mikið sé gert til að deyfa raddir þeirra og gera þær ótrúverðugar. Það gengur þó illa gagnvart Richard Falk, prófessor emeritus við Princeton háskólann í Bandaríkjunum, afkastamikils fræðimanns sem hefur látið til sín taka í mannréttindabaráttu um áratugi, um tíma (2008-2014) sem skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna (UN Special Rapporteur) um málefni Palestínu. Hann segir m.a. um það sem hann kallar vöntun á friðarvilja Bandaríkjastjórnar: “… the notable silence of the leadership in Washington about framing ‘a peace scenario’ as if diplomacy was either futile, unnecessary, and undesirable. Futile because Moscow was allegedly unresponsive, unnecessary because the risks associated with inflicting defeat of Russia worth taking, undesirable because ending the war on Ukrainian soil too soon would deprive the U.S. of a major geopolitical victory that seems within its grasp.”
Með öðrum orðum bandarísk stjórnvöld vilji ekki frið að sinni því það grafi undan möguleika þeirra á að styrkja stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu. Minnir á Afganistan frá árum áður: https://dgibbs.faculty.arizona.edu/brzezinski_interview
Sjá umhugsunarverða grein eftir Richard Falk í Counter Punch:
Og síðan yfirgripsmikla samantekt Þórarins Hjartarsonar í Frjálsum pennum hér á síðunni með ítsrlegri vísan í heimildir: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/thorarinn-hjartarson-skrifar-ukraina-og-rokfraedi-stadgengilsstridsins