Í brennidepli

Vill nefnd um "framkvæmdavaldsútvarp"

Í bréfi, sem heimasíðunni barst í dag kemur fram hörð gagnrýni á RÚV og er lagt til að í stað þess að einblína á eignatengsl í fjölmiðlaheiminum skuli menn skoða tengsl Ríkisútvarpsins við framkvæmdavaldið. Í umræddu bréfi frá Ólínu segir m.a.: " Og hvernig stendur á að menn skipa ekki nefnd til að kortleggja samband framkvæmdavaldsins og stofnunarinnar í Efstaleiti með sama hætti og menn þykjast nú hafa kortlagt eignarhald á íslenskum fjölmiðlum? Forsætisráðherra þarf ekki að skipa nýju nefndina ...

Lesa meira
Herforingi í NATO eða utanríkisráðherra vopnlausrar þjóðar?

Ekki trúi ég því að ég sé einn um að fara hjá mér þegar Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra vor, tjáir sig um hernaðarbandalagið NATO. Samkvæmt fréttum frá fundi utranrikisráðherra bandalagsins í Brussel í gær, eru vaxandi efasemdir um það í röðum aðildarríkjanna, að sú hernaðarstefna sem því hefur verið sett, sé rétt. Joscha Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, telur að ... Lesa meira

Rauði kross Noregs axlar ábyrgð gagnvart spilafíkn

Í fréttinni í Dagbladet segir að björgunarsveitir og Rauði krossinn hagnist vel á spilakössum en með nýju fyrirkomulagi munu tekjur þessara aðila rýrna. "Árið 2003 þénuðum við um fimm milljarða (ísl) á spilakössum. Fyrirsjáanlegt er að þessi upphæð verði 2,2 milljarðar á næsta ári. Það þýðir tap upp á 2,8 milljarða. Engu að síður ...

Lesa meira


Íraksslóðir frá TFF

Athyglisverðar vefslóðir um Írak birtast í síðasta fréttabréfi frá sænsku rannsóknarstofnuninni, Transnational Foundation for Peace and Future Research (TFF). Það gagnlegt fyrir áhugafólk um málefnið að fá á einu bretti margar góðar vefsíður og er það ástæða þess að ég ákvað að koma þeim á framfæri við lesendur síðunnar. Að öðru leyti vil ég næla með ...

Lesa meira

Nýhugsun Ingólfs Á Jóhannessonar

Nýlega var hér á síðunni frásögn af ráðstefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um menntamál. Þar var m.a. fjallað mikið um leikskólastigið. Á meðal þeirra sem það gerðu var Ingólfur Á Jóhannesson, prófessor í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Hann setti fram kenningu um hvaða leiðir væru heppilegastar fyrir ungviðið að fara þegar það heldur úr leikskóla yfir í grunnskóla. Ingólfur segir íhaldsemi valda því að við...

Lesa meira

Morgunblaðið glennir upp munninn – á okkur

Reynir Jónsson, yfirtannlænir

hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir úrbótum á sviði tannlækniga, stundum gegn talsverðu andstreymi og á lof skilið fyrir staðfestu sína. Þingmenn VG, og vísa ég þar bæði í eigin mál og Þuríðar Backman, hafa með skiplegum hætti flutt þingmál um alllangt árabil, sem ganga í þá átt, sem Reynir Jónsson bendir til og er það fagnaðarefni að hann skuli nú telja að forsendur hafi skapast...

Lesa meira

Frá lesendum

ALÞINGI DRÍFI SIG Í PÁSKAFRÍ

Ég legg til að Alþingi drífi sig í páskafrí og að því loknu strax í sumarfrí. Þá verður stutt til jóla. Í seinni tíð er ég aldrei í rónni þegar þingið er að störfum. Nú er okkur hótað með einkavæðingu raforkunnar og hugsjónafólkið í Viðreisn vill vín í búðir. Það er þeirra framlag þegar verkföll eru að skella á og flugið að fara á hausinn, Ákavíti í Bónus.
Við ykkur öll vil ég segja að þið eruð ...
Jóel A.

Lesa meira

HVAÐ ER AÐ GERAST Í ÍSLENSKUM STJÓTNMÁLUM?

Þriðji Orkupakkinn er framhald á Orkupökkum eitt og tvö. Alltaf gengið lengra í markaðsvæðingarátt. Orkupakki fjögur er tilbúinn. Og það sem verið er að markaðsvæða eru orklindir og virkjanir. Á eftir markaðsvæðingu kemur einkavæðing. Þórdís orkumálaráherra hefur staðfest opinberlega að sjálfsögðu snúist þetta bara um markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar og þá kemur að minni spurningu: Ætlar VG að samþykkja þetta? Hvers vegna segir enginn VG þingmaður neitt eða ...
Kjósandi VG í tuttugu ár!

Lesa meira

EN VG?

Ef vinstri græn það vissu 
að varast á fúafen fen
En greyin gerðu þá skissu
að treysta Bjarna Ben.

Vinstri græn verða nú
verkalýð að sinna.
Eða frú Katrín kveðji bú
og þéni aðeins minna.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Unnar Bjarnason: HÁTÆKNI NJÓSNAKERFIÐ “LifeLog”

DARPA, þróunarstofnun hátæknibúnaðar til varnarmála (e. Defense Advanced Research Projects Agency), var sett á laggirnar árið 1958 í kalda stríðinu eftir að Sovétmenn höfðu skotið Sputnik á braut um jörðu. Stofnuninni var ætlað að þróa hátækni vopn í hernaði gegn þeirri ógn sem stafaði af Sóvétríkjunum. Ekki er ljóst hvenær DARPA hóf þróun á kerfi sem hét LifeLog en það var í janúar 2004 sem DARPA hætti þróun á verkefninu, en það hafði verið unnið í samvinnu við varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: UM AÐFÖRINA AÐ VENESUELA

... Since 2015 Venezuela has endured gruesome economic hardships. Inflation rates have spiraled out of control, and the public is facing a recession that is tearing the country apart. Now, Venezuelans not only face economic turmoil, but also direct military aggression. A sane response of anyone who wishes to help Venezuelans through these troubles is to try to un derstand why this is happening.Unfortunately, not all opinion pieces and news articles are honest ... 

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: ALMANNATENGSL OG STRÍÐIÐ GEGN LÍBÍU

Þann 17. febrúar 2011 gerðu skæruliðar í Líbíu árásir á vopnabúr ríkisins víða um landið og hófu um leið stríð sitt gegn ríkisstjórninni. Eftir að hafa barist í eina viku lýstu uppreisnarmennirnir yfir stofnun skuggaríkisstjórnar, sem bar nafnið „Bráðabirgðaþjóðarráðið“ (BBÞ) (enska: „Transitional National Council“), og hafði hún aðsetur í Benghaziborg, Al Bayda og Derna. Er lögregla og her Líbíu hóf að svara fyrir sig ...

Lesa meira

Kári skrifar: UM HVAÐ SNÝST ÞRIÐJI ORKUPAKKINN?

Nokkuð hefur undanfarið verið rætt um svokallaðan þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Almennt hafa fjölmiðlar ekki staðið sig sérstaklega vel í því að upplýsa fólk um þýðingu og inntak þessa pakka sem um ræðir. Eins og margir vita, er markaðsvæðing einn af lykilþáttum evrópska efnahagssvæðisins. Það merkir í stuttu máli samkeppnismarkað á fjölmörgum sviðum, þar með töldu rafmagni.
Innri orkumarkaður ESB byggist á verslun með gas og rafmagn. Þau viðskipti eru háð ýmsum tilskipunum og reglugerðum sem saman mynda „pakka“ sem aðildarríkjum á evrópska efnahagssvæðinu er síðan ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: EVRA EÐA KRÓNA?

Síðustu vikur og mánuði, eftir að gengi krónunnar fór að lækka, hækka aftur raddirnar sem vilja binda íslensku krónuna við evru (einstaka vill dollar), greiða laun í evrum eða taka upp evru, „stöðugan gjaldmiðil“. Sem sagt fastgengisstefna – ellegar þá að leita alveg í „skjól stórveldis eða ríkjasambands“ (orðalag Baldurs Þórhallssonar) sem sé ESB-aðild. Hæstu þvílíkar raddir koma frá Samfylkingunni og Viðreisn sem við var að búast. Samfylkingin gefur út myndband og hvetur til ESB-aðildar, og höfuðrökin í málinu eru ...

Lesa meira

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUÐS-STJÓRNUN EÐA „ÞRÆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á "hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar