Fara í efni

'Eg er öflugur leiðtogi"

Í Silfri Egils í dag sat Ingibjörg Sólrún Gísladótir fyrir svörum á meðal annarra. Oft hef ég verið ánægð með ISG en sannast sagna sökk ég niður í sætið eftir því sem leið á viðtalið. Barátta vinstri manna hélt ég að gengi út að að lemja niður foringjadýrkun og oflátungshátt. Þegar Ingibjörg Sólrún sagði að Samfylkingin hefði sterka leiðtoga, Össur værui öflugur og hún sjálf aldeilis frábær, "ég er öflugur leiðtogi", þá var mér allri lokið. Ögmundur er ég ein um þetta viðhorf....?
Lóa

Kæra Lóa. Nei þú ert ekki ein um þetta viðhorf. Það er hluti af vinstripólitík að berjast gegn upphafinni foringjadýrkun. Hún er einn angi af forstjóramennskunni.
Kveðja,
Ögmundur