Fara í efni

Hvort er það ég sem er sjúkur eða þjóðfélagið?

Hvað á ég að gera? Stundum kemur sú hugsun upp í huga minn hvort ég sé yfirleitt í lagi; hvort geti verið að ég sé haldinn skinvillu eða einfaldlega heimskur og/eða geðveikur.  Í fréttum áðan heyrði ég að Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, hefði keypt sýningarrétt á enska fótboltanum fyrir Sýn. Ríkisútvarpið, sem einnig er í eigu ríkisins, bauð á móti Sýn en skorti fé. Þar sem dýrt er að leita læknis, sérstaklega sérfræðings og geðlyf dýr er mér mjög í mun að fá botn í það hvort það sé ég sem er veikur eða þjóðfélagið sjúkt.
Runki frá Snotru

Þakka þér bréfið Runki. Ég held að þú sért í fínu formi og dómgreindin fullkomlega í lagi, sem svo aftur segir sína sögu um þjóðfélagið.
Kveðja,
Ögmundur