Fara í efni

ÖL OG AUGLÝSINGAR

Eru vinstri menn uppteknir af umbúðum á léttöli?
mkv
Þráinn

 

Sæll Þráinn.
Hér vísar þú greinilega í þingmál VG um að bjórframleiðendum verði gert skylt að aðgreina umbúðir áfengs öls frá léttöli með greinilegum hætti. Sem kunnugt er hafa framleiðendur umbúðirnar mjög líkar og komast þeir þannig framhjá auglýsingabanni sem gildir um áfengi. Sú leið sem við hjá VG höfum lagt til er svipuð og Norðmenn hafa farið. Skýr aðgreining umbúðanna er góð fyrir neytandann en afleit fyrir bjórsölumenn sem vilja brjóta lögin. Með þeim síðarnefndu hef ég litla samúð og tala ég þar fyrir sjálfan mig en ekki vinstri menn almennt enda kunna skoðanir að vera skiptar í þeirra röðum.
Kveðja,
Ögmundur