Fara í efni

Þingmenn með 42,34% fylgi samþykktu fjölmilðalögin!

Ögmundur.
Í tilefni staðhæfingar Halldórs Ásgrímssonar um að 88% þjóðarinnar standi að baki fjölmiðlalögunum eins og fram kemur í umfjöllun þinni hér á síðunni í dag er fróðlegt að íhuga eftirfarandi:
Hér koma tölur úr Alþingiskosningum 2003.
Á kjörskrá voru : 211.289
Atkvæði greiddu : 185.397 eða 87,75% þeirra sem á kjörskrá voru. 
Gild atkvæði : 183.172 eða 86,69% þeirra sem á kjörskrá voru.
Atkvæði féllu þannig :
D listinn : 61.701
B listinn : 32.484

Samtals : 94.185 eða 44,58% þeirra sem á kjörskrá voru.

Varðandi frumvarp það um fjölmiðla, sem þjóðin mun kjósa um innan tíðar, er mikið talað um hlutfall væntanlegra kjósenda og alveg sérstaklega þeirra sem ekki ætla að samþykkja frumvarpið!
Þannig er mikið fjargviðrast út af því að koma verði í veg fyrir að einhverjar litlar "klíkur" eða "þröngir hagsmunahópar geti afnumið lög sem hið "háa" Alþingi hefur sett.

Varðandi þetta mál sérstaklega er því vert að skoða, hversu margir kjósendur standa að baki þeim þingmönnum sem samþykktu margumtalað frumvarp um fjölmiðlalög nú í vor.

Þrátt fyrir mikinn þrýsting á alla stjórnarþingmenn, treystu 2 þingmenn Framsóknarflokksins sér ekki til að styðja framangreint frumvarp.

Kristinn H. Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Atkvæði greidd Framsóknarflokknum í Norðvestur kjördæmi voru samtals : 4.057, eða möo 2028,5 atkvæði að baki þeim 2 framsóknarmönnum sem þar hlutu kjördæmakosningu.

Jónína Bjartmarz sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Hún hlaut kosningu til Alþingis sem uppbótarþingmaður (9. sæti Reykjavík norður) með 2707 atkvæðum. Þannig stóðu að samþykkt margnefnds frumvarps, þingmenn sem höfðu við síðustu Alþingiskosningar :
D listinn : 61.701    atkvæði
B listinn : 27.748,5     "          ( 32.484 - (2028,5 + 2707))

Samtals : 89.449,5 eða 42,34% þeirra sem á kjörskrá voru.
Kveðja
Sveinn