Fara í efni

GAMAN VÆRI AÐ SJÁ YKKUR Í (BÍÓ) PARADÍS

Á laugardag (9. mars) er öllum boðið á opinn fund með Máretaníumanninum Mohamadeou sem segir frá hrikalegri reynslu sinni í hinum illræmdu her-fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamó. Á fundinum verður einnig dr. Deepa Govindarajan Driver, sem mun upplýsa hvað vitað er um Guantanamó en það var upplýsingaveitan Wikileaks sem veitti fyrst innsýn í þennan myrka veruleika.
Að venju verður þessi hádegisfundur í fundaröðinni, Til róttækrar skoðunar, sem fram fer í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjajvík, ekki langur en síðar um daginn, kl. 15 verður kvikmyndin Máretaníumaðurinn sem fjallar um Mohamedou sýnd og eru miðar þegar til sölu á netinu á mjög niðursettu verði.
Hvet ég fólk til að koma á fundinn og sýninguna sér til upplýsingar og kannski einnig í bland til að sýna þessum manni og málstað þeirra sem eru beittir grófu ofbeldi stuðning.

Sjá nánar hér og þá einnig hvernig kaupa megi miða á netinu:
https://bioparadis.is/mynd/306_the-mauritanian

Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.