Fara í efni

TONY BENN: MAÐUR AÐ MÍNU SKAPI

Tony Benn II
Tony Benn II


Anthony Wedgewood Benn, sem í seinni tíð gekk ætíð undir heitinu Tony Benn, er látinn, 88 ára að aldri. Þegar ég kom ungur maður til Bretlands á sjöunda áratugnum var Benn þegar orðið þekkt nafn í breskum stjórnmálum. Hann hafði verið kosinn á þing 1950 og reiknast mér til að þá hafi hann aðeins verið 24 ára gamall enda yngsti þingmaðurinn.
Benn gegndi ráðherraembættum í ríkisstjórnum Harolds Wilsons og James Callaghans. Vegna lávarðatignar átti að skikka hann til setu í bresku lávarðadeildinni en hann afsalaði sér þá titlinum.  
Tony Benn varð aldrei viljalaust flokks-verkfæri, glataði aldrei sjálfstæðri hugsun sinni og dómgreind. Síðustu þrjátíu ár ævi sinnar barðist hann gegn stríðsrekstri og þá ekki síst afskiptum Breta, til dæmis í Írak, en hann varaði mjög við sveltistefnunni gegn Írak um síðustu aldamót. Sveltistefnan varð þess valdandi að hálf milljón barna lét lífið og þaðan af fleiri fullorðnir.
Ég átti þess aldrei kost að kynnast Tony Benn persónulega en hitti hann hins vegar á ráðstefnu sem Labour Representation Committee, vinstri sinnaðsti hluti Verkamannaflokksins, efndi til í nóvember 2008. Verður ekki sagt að ég hafi þar vandað bresku ríkisstjórninni kveðjurnar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/talad-til-vinstri-i-breska-verkamannaflokknum
Tony Benn hélt góða ræðu á þessum fundi. Hann var gríðarlega gagnrýninn á ráðandi öfl í Verkamannaflokknum en mér er minnisstætt hve eindregið hann hvatti vinstri sinnaða félaga að halda sig þar innandyra og berjast fyrri breytingum.
Hér eru einn eða tveir tenglar sem tengjast Tony Benn. Af nógu er að taka. Læt fylgja tengil frá vinstri og hægri.
http://www.theweek.co.uk/uk-news/57309/tony-benn-no-spin-no-false-sympathy-no-nonsense 
http://www.telegraph.co.uk/news/politics/labour/10697094/Tony-Benn-dies-aged-88.html?fb
og hér er ein:  http://www.theguardian.com/commentisfree/2014/mar/14/tony-benn-socialism-epitaph